Mikilvægt að leyfisveitingar til virkjunar og raflína fari samhliða

Rennsli í fossinum Drynjanda myndi minnka verulega með virkjun Hvalár.
Rennsli í fossinum Drynjanda myndi minnka verulega með virkjun Hvalár. mbl.is/Golli

Þrátt fyrir að grænt ljós hafi verið gefið á gefið á undirbúningsframkvæmdir vegna Hvalárvirkjunar á enn eftir að ákveða hvernig línulagnir verða frá virkjuninni og sú framkvæmd á jafnframt eftir að fara í umhverfismat. Í lögum er ekki kveðið á um að samhliða leyfisveitingu til virkjunar þurfi að veita leyfi fyrir raflínum.

„Það er hreyfing í þá átt að taka á slíku en það er vissulega ekki í löggjöfinni í dag. Það yrði bót af því,“ segir Ásdís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir, for­stjóri Skipu­lags­stofn­unar, spurð hvort ekki sé æskilegra að veit öll leyfi samtímis til virkjunar og tengdri framkvæmd.

Ásdís Hlökk vísar þar til frumvarps til laga um mat á umhverfisáhrifum sem er til umfjöllunar á Alþingi. Fyrirséð er að frumvarpið fái líklega ekki afgreiðslu á þessu þingi. 

Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. Ljósmynd/Aðsend

Í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum Hvalárvirkjunar var því beint til sveitarstjórna og annarra leyfisveitenda að sótt væri samhliða um leyfisveitingar tengdra framkvæmda, virkjunar og raflína, fari fram samhliða.

„Við hefðum auðvitað viljað sjá umhverfismat raflínulagnanna fara samhliða umhverfismati virkjunarinnar. Það er mikilvægt að umhverfisáhrif framkvæmda sem eru háðar hver annarri eins og á við um virkjanir og raforkuflutning séu skoðuð heildstætt. Þær framkvæmdir eru hins vegar í höndum ólíkra framkvæmdaraðila og Landsnet taldi ekki tímabært að meta umhverfisáhrif raflína frá virkjuninni á þeim tíma þegar virkjunin fór í umhverfismat. Það er eftir sem áður mikilvægt að leyfisveitingar til virkjunar og raflína fari fram samhliða,“ segir Ásdís.  

Endanleg útfærsla á virkjuninni liggur ekki fyrir 

Mörkuð er stefna um Hvalárvirkjun í aðalskipulagi Árneshrepps. Sú stefna er almenn og þarfnast nánari útfærslu í skipulagi, bæði með breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi, að sögn Ásdísar Hlakkar. Það var ákvörðun sveitarstjórnar að skipta slíkri vinnu upp og fara sérstaklega í skipulagsgerð fyrir undirbúningsframkvæmdirnar og bíða með að útfæra skipulagið endanlega fyrir virkjunina í heild.

„Vissulega væri æskilegt að þegar sett eru áform um svona uppbyggingu í aðalskipulagi að það sé komin fram heildstæð og sem mest útfærð stefna um virkjunina og tengdar framkvæmdir, hvort sem það er vegagerð eða raflínulagnir,“ segir Ásdís Hlökk. Hún bendir á að oft eru hugmyndir komnar mislangt á veg og mismikið útfærðar þegar unnið er aðalskipulag sveitarfélaga. „Það er alltaf matsatriði hvað er raunhæft og tímabært að setja fram mikið útfærða stefnu á hverjum tíma. Það gildir hvort sem verið er að marka stefnu um virkjun, verndun eða aðra uppbyggingu á hverjum tíma,“ segir hún.

Sveitar­stjórn Árnes­hrepps samþykkti í vikunni fram­kvæmda­leyfi fyr­ir undirbúningsframkvæmdum vegna virkj­ana­fram­kvæmda við Hvalár­virkj­un. Leyfið tek­ur m.a. til fram­kvæmda við vega­gerð að og um virkj­un­ar­svæðið, brú­ar­gerðar yfir Hvalá, bygg­ingar vinnu­búða og frá­veitu, sem og rann­sókna á jarðfræðileg­um þátt­um. Þetta hefur talsvert jarðrask í för með sér. Landvernd hefur til að mynda bent Vesturverki sem sér um þessar framkvæmdir að hægt væri að rannsaka svæðið með öðrum hætt sem fæli ekki í sér tilheyrandi jarðrask.

Það er vel þekkt í virkjanaframkvæmdum að það þarf að fara í ákveðna undirbúnings rannsóknir. Þær geta kallað á jarðrask og mannvirkjagerð. Ásdís Hlökk segir það örðugt um vika að setja almennt þær reglur í löggjöf að ekki væri hægt að gefa út leyfi til rannsókna nema fyrir allri framkvæmdinni í einu. Í þessu samhengi bendir hún á jarðhitarannsóknir sem þarf að fara í áður teknar eru ákvarðanir um jarðhitavirkjanir. Hún tekur þó fram að vissulega séu slíkar framkvæmdir ólíkar í eðli sínu því sem á við í tilviki Hvalárvirkjunar.  

Niðurstaða sveitastjórnar og framkvæmdaraðila er á þá leið að ekki var talið raunhæft að gera rannsóknir með öðrum hætti en fyrrgreindum framkvæmdum. „En það er mikilvægt að hafa í huga að enn á eftir að ganga frá skipulagi og leyfisveitingum til byggingar sjálfrar virkjunarinnar. Það er önnur ákvörðun.“ segir hún ennfremur.

Hún bætir við að ávallt sé hægt að velta því fyrir sér hvort ramminn gæti verið skýrari en tekur fram að ef fyrrgreint frumvarp næði fram að ganga myndi það skerpa umgjörð um ákvarðanatöku um framkvæmdir af þessu tagi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Byrjar betur en á síðasta ári

10:54 „Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem kom til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 790 tonn af makríl. Meira »

Vilja fyrst og fremst nýtingarskyldu

10:47 „Við höfum aðallega viljað að jarðeigendur hafi einhverjar skyldur þannig að jarðirnar séu ekki keyptar og séu síðan bara eins og stórar sumarhúsalóðir eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, í samtali við Íslands vegna umræðunnar um jarðakaup erlendra ríkisborgara hér á landi. Meira »

Útlit fyrir ágætishelgarveður

10:17 Það verður norðaustanátt á landinu í dag og hvassast vestan og norðvestan til. Helgarveðrið lítur hins vegar ágætlega út á Suður- og Vesturlandi. Bjart veður og hiti á bilinu 13-18 stig. Fyrir austan er hins vegar útlit fyrir að áfram verði skýjað og lítils háttar úrkoma. Meira »

Lærði að gera raftónlist í Bandaríkjaher

10:00 Vestmannaeyjar eru fyrir löngu þekktar fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og hæfileika. Nýjasta hljómsveitin þaðan er hljómsveitin Daystar sem býður upp á skemmtilegan bræðing af rokki og raftónlist, sem mætti kalla Cyber Punk. Meira »

Greiðsla til starfsmanna Reykjavíkur í ágúst

09:59 Reykjavíkurborg greiðir starfsfólki með lausa kjarasamninga eingreiðslu 1. ágúst, en þetta var samþykkt í borgarráði í gær sem viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019. Greiðslan er til komin vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Hinsta WOW-vélin flogin á brott

09:30 Síðasta flugvélin undir merkjum fallna flugfélagsins WOW air flaug á brott af Keflavíkurflugvelli klukkan 9.15 í dag. Hún er á leiðinni í viðhaldsmiðstöð ALC í Ljubljana í Slóveníu. Meira »

Umhverfisvænt efni úr móbergi

07:57 Bandaríska fyrirtækið Greencraft hefur hug á að vinna íblöndunarefni fyrir steinsteypu úr móbergi á Reykjanesi. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hátæknisteinsteypu á umhverfisvænan hátt. Meira »

Ekkert tilboð kom í nýja Kvíárbrú

07:37 Vegagerðin auglýsti hinn 24. júní sl. eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Kvíá í Öræfum. Til stóð að opna tilboðin á þriðjudaginn en skemmst er frá því að segja að ekkert tilboð barst. Meira »

Drottningin kemur til Reykjavíkur

07:24 Farþegaskipið Qu­een Mary 2 er nú að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn. Koma skipsins er sögu­leg­ur viðburður, en þetta er lengsta farþega­skip sem hingað hef­ur komið. Meira »

Festi bílinn í undirgöngunum

06:57 Um 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og voru þrír vistaðir í fangageymslu. Einnig þurfti aðstoð lögreglu við þegar ökumaður sendibíls festi bíl sinn í undirgöngum. Meira »

Andlát: Gunnar B. Eydal

05:30 Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldursári. Meira »

Segist ekki vera á leið úr formannsstól

05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir engan fót vera fyrir því sem hann segir vera endurteknar sögusagnir um að hann hyggist láta af formennsku flokksins innan skamms. Meira »

Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

05:30 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Meira »

Á að tryggja öryggi íbúanna

05:30 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vilja nýta vikurinn

05:30 Erlent námafyrirtæki rannsakar nú möguleika á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir „álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni“. Meira »

Útiloka ekki sameiningu bankanna

05:30 Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Meira »

Úrsögn vegna 3. orkupakkans

05:30 Bakaríið Gæðabakstur hefur ákveðið að segja sig úr Landssambandi bakarameistara. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Þorláksson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að bakaríið hafi nú þegar skilað inn formlegri umsókn um úrsögn. Meira »

Borinn röngum sökum við störf sín

Í gær, 22:30 Verkfræðistofan Efla birti í dag yfirlýsingu á vefsíðu sinni, eftir að starfsmaður fyrirtækisins var sakaður um að vera „barnaperri“ sem væri að taka myndir af börnum á leikvelli í Drekavogi í Langholtshverfi. Hið rétta er að hann var að gera úttekt á leiksvæðinu fyrir Reykjavíkurborg. Meira »

„Dusta rykið af“ viðbragðsáætlun

Í gær, 22:13 „Það er engin hætta fyrir lönd eins og okkar. Þetta breytir í raun engu af því sem við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) að lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldrinum sem hefur geisað í Austur-Kongó síðasta árið. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...