„Orðnir langþreyttir og pirraðir“

Jón Steindór Valdimarsson.
Jón Steindór Valdimarsson. mbl.is/Eggert

Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn hafa átt í viðræðum í dag um þinglok en engin niðurstaða er komin úr þeim.

Þetta segir Jón Steindór Valdimarsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar.

Þingfundi var slitið laust fyrir klukkan 17 í dag og kemur Alþingi næst saman á þriðjudaginn.

„Ég held að það hafi verið allir hálft í hvoru fegnir að þessu ástandi undanfarna daga lauk með smá hléi. Þetta var orðið dálítið undarlegt ástand á mannskapnum, satt að segja. Menn voru orðnir langþreyttir og pirraðir,“ segir Jón Steindór.

Hvorki náðist í formenn né varaformenn þingflokka Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar. 

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina