Sótt verður fram á öðrum mörkuðum fyrir lambakjöt

Whole Foods hefur keypt ferskt lambakjöt frá Íslandi.
Whole Foods hefur keypt ferskt lambakjöt frá Íslandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Sláturhús KVH ehf. hefur sumarslátrun á lömbum um miðjan ágúst þrátt fyrir að útlit sé fyrir að ekkert ferskt lambakjöt verði selt til verslana Whole Foods í Bandaríkjunum í ár.

Í staðinn fyrir útflutninginn verður reynt að selja meira af fersku lambakjöti á innlenda markaðnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Whole Foods sem rekur samnefndar sælkeraverslanir hefur keypt 170-200 tonn af fersku lambakjöti á ári frá Íslandi. Reynt hefur verið að hefja slátrun snemma hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga til þess að lengja útflutningstímabilið. Í Bændablaðinu kemur fram að keðjan muni að óbreyttu hætta sölu á íslensku lambakjöti í verslunum sínum. Ástæðan er sögð auknar kröfur verslunarinnar um vottun sem ekki er talið raunhæft að mæta vegna kostnaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert