Stuðningur við VG dalar

Frá Alþingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir miðri mynd. Stuðningur við …
Frá Alþingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir miðri mynd. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 40,2%. mbl.is/​Hari

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,1% og jókst lítillega frá síðustu mælingu MMR í seinni hluta maí. Fylgi bæði Pírata og Samfylkingar mældist 14,4% en Samfylkingin bætti við sig tæpum tveimur prósentustigum milli mælinga. Þá féll fylgi Vinstri grænna um tæp þrjú prósentustig milli mælinga og mældist 11,3%.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 40,2% samanborið við 45,5% undir lok maímánaðar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá MMR. 

  • Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,1% en mældist 21,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Pírata mældist nú 14,4% en mældist 14,0% í síðustu könnun.
  • Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 14,4% en mældist 12,5% í síðustu könnun.
  • Fylgi Vinstri grænna mældist nú 11,3% en mældist 14,1% í síðustu könnun.
  • Fylgi Miðflokksins mældist nú 10,6% en mældist 10,8% í síðustu könnnun.
  • Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,5% en mældist 8,3% í síðustu könnun.
  • Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 7,7% en mældist 9,7% í síðustu könnun.
  • Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 4,4% en mældist 3,4% í síðustu könnun.
  • Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,2% en mældist 4,2% í síðustu könnun.
  • Fylgi annarra flokka mældist 1,3% samanlagt.

Könnunin var framkvæmd 7. - 14. júní 2019 og var heildarfjöldi svarenda 988 einstaklingar, 18 ára og eldri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert