Tekinn með 3,3 kíló af kókaíni

Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í tveimur ferðatöskum sem maðurinn …
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í tveimur ferðatöskum sem maðurinn kom með til landsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, en hann kom til landsins með 3,35 kíló af kókaíni í flugi frá Tenerife á Spáni 10. mars síðastliðinn. Mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag.

Samkvæmt ákæru málsins var styrkleiki kókaínsins á bilinu 87-89%. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu efnin í tveimur ferðatöskum sem maðurinn flutti til landsins, en í ákæru eru þau eru sögð hafa verið ætluð til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.

Ákæruvaldið gerir kröfu um að maðurinn, sem er 24 ára gamall, verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Mál mannsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Mál mannsins var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert