3 í haldi fyrir fíknefnamisferli og peningaþvott

mbl.is/Eggert

Þrír eru nú í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi. Þremenningarnir, sem voru handteknir fyrr í vikunni, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Eru mennirnir allir á fertugs- og fimmtugsaldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem segir rannsóknina m.a. snúa að fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Ráðist var í þrjár húsleitir vegna þessa og var um umfangsmiklar aðgerðir að ræða.

Lögregla kveðst hins vegar ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Fjórir aðrir eru þá í haldi lögreglu í óskyldu máli sem einnig snýr að skipulagðri brotastarfsemi. Tveir af þeim hlutu þunga dóma í Pól­stjörnu­mál­inu svo­kallaða.

Eru fjórmenningarnir grunaðir um fram­leiðslu á hörðum fíkni­efn­um og pen­ingaþvætti í tengsl­um við skipu­lagða glæp­a­starf­semi.

mbl.is