300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis, að því er segir í tilkynningu.

Fjölmennast var hlaupið í Garðabæ þar sem þátttakendur voru rúmlega 3.000. Í Mosfellsbæ hlupu um 1.000, á Akureyri og í Reykjanesbæ um 300 og rúmlega 100 á Akureyri og Egilsstöðum.

Fréttaritari mbl.is á Akureyri myndaði hlaupið í bænum, en hlaupið var frá Hofi og eins og búast mátti við var glatt á hjalla en þátttakendur voru úr öllum aldurshópum.

Það var glatt á hjalla á Akureyri í morgun. Upphitunin …
Það var glatt á hjalla á Akureyri í morgun. Upphitunin var hressileg. mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is