Blóð úr ófæddum tvíbura

Hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton.
Hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton.

Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Þannig er mál með vexti að hann hafði misst tvíburabróður sinn í móðurkviði og eitthvað af frumum hans orðið eftir í blóðinu. Blóðið var sumsé ekki úr Hamilton sjálfum, heldur tvíburabróður hans sem aldrei fæddist.

Eins ótrúlega og það hljómar þá getur þetta í raun og veru gerst en er á hinn bóginn ofboðslega sjaldgæft. Nógu sjaldgæft til þess að lyfjaeftirlit Bandaríkjanna dæmdi Hamilton í tveggja ára keppnisbann.

Þetta kemur meðal annars fram í úttekt Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins á afsökunum íþróttamanna sem gerast oftar enn ekki mjög frumlegir þegar kemur að því að útskýra ósgur, mistök eða hvers vegna þeir féllu á lyfjaprófi. 

Tapsárir íþróttamenn eru þjóðflokkur út af fyrir sig og af einhverjum ástæðum virðast þeir alltaf vera með munninn fyrir neðan nefið. Gott dæmi um það er sambíski tennisleikarinn Lighton Ndefwayl. Eftir að hafa lotið í leir gegn Musumba nokkrum Bwayla árið 1992 gerði hann upp leikinn í samtali við fjölmiðla:

„Bwayla er illa gefinn og afleitur leikmaður. Hann er nefstór og rangeygður. Stúlkur hafa ímugust á honum. Hann vann mig vegna þess að pungbindið mitt var of þétt og út af því að hann rekur við þegar hann gefur upp; það varð til þess að ég tapaði einbeitingunni, sem ég er víðfrægur fyrir í gjörvallri Sambíu.“

Sir Alex Ferguson var jafnan með svör á reiðum höndum, þá sjaldan Manchester United lék illa undir hans stjórn. Þegar liðið gekk til búningsherbergja í leikhléi gegn Southampton árið 1996, þemur mörkum undir, lét hann það skipta um búninga. Þeir fyrri, sem voru gráir, gerðu það nefnilega að verkum að leikmenn United sáu meðherjana seint og illa. Klippt og skorið.

Aðra goðsögn, Bill Shankly, sem stýrði Liverpool um árabil, rak heldur ekki í vörðurnar eftir að lið hans tapaði 7:2 fyrir Tottenham. „Hefði Jimmy Greaves ekki skorað fernu þá hefðum við ekki tapað svona stórt.“

Erfitt að átta sig á útkastshorninu

Íslenskir íþróttamenn hafa ekki látið sitt eftir liggja í þessum efnum. Einar Vilhjálmsson var á heimsmælikvarða í spjótkasti á níunda áratugnum og fór með Gleðibanka-væntingar heillar þjóðar á herðunum inn á Ólympíuleikana í Los Angeles 1984 (og það áður en Gleðibankinn var saminn). Hann náði sjötta sæti á leikunum, sem var sannarlega frábær árangur og mun betra en sextánda sæti, en var þó nokkuð frá sínu besta. Í samtali við fjölmiðla að keppni lokinni gat Einar þess að gríðarlega erfitt hefði verið að átta sig á því hvernig útkastshornið átti að vera. Menn, leika sem lærða, greinir ennþá á um það hvort hér hafi verið á ferðinni skýring eða afsökun en það breytir ekki því að frasinn fór á mikið flug hér í fásinninu og dæmi um að framhaldsskólanemar hafi notað hann til að útskýra/afsaka slælega frammistöðu á prófum. „Útkastshornið hentaði ekki!“

Annar spjótkastari, Ásdís Hjálmsdóttir, náði sér engan veginn á strik á Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016; enda ekki við því að búast, hún var nefnilega í formi lífs síns. „Þetta er náttúrulega voðalega svekkjandi. Það er bæði jákvætt og neikvætt við þetta að ástæðan fyrir því að ég er að gera þessi köst ógild er [að ég er] svo hroðalega fersk og hröð núna,“ sagði Ásdís við Ríkisútvarpið.

Nánar er fjallað um afsakanir íþróttamanna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Ryan Giggs gat ómögulega komið auga á David Beckham í ...
Ryan Giggs gat ómögulega komið auga á David Beckham í leik gegn Southampton árið 1996.
Ásdís Hjálmsdóttir var í of góðu formi.
Ásdís Hjálmsdóttir var í of góðu formi. Skapti Hallgrímsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Toyota Yaris 2005 sjálfskiptur kr290.000
Til sölu (for sale) skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150.000...