Fékk sér Billie Eilish-tattú

Birta Líf gerði sér lítið fyrir og smellti tattú af ...
Birta Líf gerði sér lítið fyrir og smellti tattú af Billie Eilish á vinstri öxlina. Það kostaði meira en 100 þúsund krónur. Ljósmynd/Aðsend

Birta nokkur Líf Bjarkadóttir fer ekki í launkofa með aðdáun sína á poppstjörnunni ungu Billie Eilish nema síður sé. Hún er komin með stærðarinnar húðflúr af söngkonunni á öxlina. Það kostaði meira en hundrað þúsund og tók meira en hálfan sólarhring að gera.

„Ég myndi segja að ég væri alla vega einn af helstu aðdáendum hennar hér á landi,“ segir Birta glöð í bragði í samtali við mbl.is, ánægð með nýja húðflúrið.

Tæpar tvær vikur eru síðan Birta fékk sér húðflúrið, það var sunnudaginn 2. júní, og mynd af því hefur þegar verið send á Billie sjálfa. Þá er að bíða og vona að hún taki við sér og sjái skeytið. „Það kemur í ljós hvort hún sér þetta. Auðvitað vil ég að hún geri það, það væri mjög gaman,“ segir Birta.

Birta og vinnufélaginn mestu aðdáendur Billie

Birta kynntist Billie fyrst í gegnum lagið Ocean Eyes, sem kom út seint árið 2016. „Ég hlustaði á það lag bara á vinsældalistum og pældi ekki sérstaklega í því hver var að syngja en í gegnum það kynntist ég henni,“ lýsir Birta.

„Svo fannst mér bara fyrstu lögin hennar geðveik. Ég fíla stílinn hennar, röddina, textana og svo er nýja platan hennar geðveikt töff,“ segir Birta.

Billie Eilish er fyrirmyndarstelpa að hennar mati. „Hún er svo töff karakter. Hún er bara eins og hún vill vera og svo er hún gullfalleg líka. Mér finnst hún bara geðveik týpa,“ segir Birta.

Öllum hnútum kunnug í hreinlætismálum

Birta vinnur sem sótthreinsitæknir á Landspítalanum og ásamt samstarfskonu sinni, Salnýju Björgu Emilsdóttur, þróaði hún með sér ákafan áhuga á Billie Eilish síðasta vetur og haust. Birta fær ekki betur séð en Salný sé sú eina sem veiti henni samkeppni í að vera harðasti aðdáandi söngkonunnar.

Birta í fríi áður en hún fékk sér tattúið. Á ...
Birta í fríi áður en hún fékk sér tattúið. Á vinstri öxlinni má samt sjá eitt af 6 húðflúrunum sem hún hafði, áður en Billie Eilish kom til sögunnar. Ljósmynd/Aðsend

„Við vorum í allan vetur að hlusta á hana og við erum jafnhrifnar af henni,“ segir Birta. Ekki alveg jafnhrifnar þó, því Birta telur ekki að Salný muni ganga eins langt og hún og fá sér húðflúr.

Þegar húðflúr er annars vegar skal fyllstu varúðar gætt í hreinlætismálum og ekki kom þar að sök í tilfelli Birtu að hún er þaulvanur atvinnumaður í þeim efnum. Að auki segir hún þann sem gerði húðflúrið hafa staðið fagmannlega að málum.

Billie er sjöunda húðflúrið

Það var Oliver Thor á tattústofunni Apollo Ink á Laugavegi sem gerði portrettið af Billie á öxlina á Birtu. Húðflúrið er ansi mikilfenglegt; það þekur öxlina og nær nokkuð niður handlegginn. Fyrstu skrefin voru þau að Birtu datt þetta í hug og fann góða mynd af Billie og sendi hana á Oliver.

„Ég var með hugmynd að mynd og eitthvað í kringum hana. Ég lét hann fá myndina og hann tók við því og fór að útbúa sjálft húðflúrið,“ segir Birta. „Hann gaf sér góðan tíma í að kynna sér karakter hennar og bætti svo ýmsu við húðflúrið út frá því,“ segir hún og er hæstánægð með þjónustuna. Kórónan á Billie er þannig hugarsmíð tattúhöfundarins.

Að sögn Birtu fól hún hún tattúlistamanninum að teikna myndina ...
Að sögn Birtu fól hún hún tattúlistamanninum að teikna myndina af Billie. Kórónan hennar er til að mynda hans hugarsmíð. Ljósmynd/Aðsend

Eins og segir kostaði verkið nokkurn pening, meira en 100.000 krónur, og tók rúma tólf tíma í vinnslu, þó með góðum pásum, segir Birta. „Þetta gekk mjög vel og þetta var ekkert það vont. Auðvitað var þetta smá aumt í fyrstu en þetta er fljótt að jafna sig á hendinni,“ segir Birta að lokum, enn og aftur heppin að hafa sóttvarnamál að atvinnu, og ekki er verra að hún býr að nokkurri reynslu í húðflúrsmálum: Billie er hennar sjöunda húðflúr.

mbl.is

Innlent »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...