Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Sjúkrabílar frá Stykkishólmi og Borgarnesi voru sendir á staðinn og …
Sjúkrabílar frá Stykkishólmi og Borgarnesi voru sendir á staðinn og fluttu fólkið á Akranes. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.

Farþegar bílsins hafa allir verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi til aðhlynningar, en að sögn Gísla Björnssonar, yfirmanns sjúkraflutninga á Vesturlandi, virtust þeir við fyrstu skoðun ekki mikið slasaðir.

Sjúkrabílar frá Stykkishólmi og Borgarnesi voru sendir á staðinn og fluttu fólkið á Akranes, þar sem það mun gangast undir nánari skoðun. Vísir greindi fyrst frá slysinu.

mbl.is