Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir ...
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir nefndina í biðstöðu á meðan ekki berast gögn frá fjármálaráðuneytinu. mbl.is/Eggert

„Við vitum ekkert hvað er að fara að breytast. Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í fjárlaganefnd, um stöðuna innan hennar.

„Við höfum bara heyrt að það séu einhverjir veikleikar sem þurfi að bregðast við en meira en það vitum við ekki. Þar af leiðandi erum við bara að bora í nefið,“ segir hann. Fjárlaganefnd bíður boðanna frá fjármálaráðuneytinu til að geta haldið áfram störfum.

Til þess að þinglok megi verða þyrfti breytt fjármálastefna að vera fest í lög inni á þingi og til þess að hún geti yfirleitt verið tekin til umræðu þar inni verður hún fyrst að koma út úr fjárlaganefnd. Fjárlaganefnd bíður eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu um hvaða breytingar skuli gerðar á áætluninni, fyrirmælum um hvort bregðast þurfi við einhverjum „veikleikum“ í áætluninni.

Að sögn Björns Levís gæti dæmi um slíkan veikleika verið annaðhvort niðurskurður í einhverjum málaflokki til að mæta minnkuðum tekjum ríkissjóðs eða þá lagfæring til að mæta fjárskorti á einhverju sviði sem á einhvern hátt var ófyrirsjáanlegur við gerð fjármálaáætlunarinnar.

Björn Leví segir að nefndin hafi ekki minnstu hugmynd um hvað kunni að koma frá fjármálaráðuneytinu í þessum efnum, ekki einu sinni um umfang tillagnanna. „Satt að segja erum við bara í algerri biðstöðu, sem er dálítið vandræðalegt.“

„Ég skil það bara vel að þetta sé haft sem ...
„Ég skil það bara vel að þetta sé haft sem erfiðast fyrir Miðflokkinn þarna, því þeir eiga ekki betra skilið í raun og veru,“ segir Björn Leví. Mynd er af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, í ræðustól. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Farsi í gangi“

Björn Leví segir í raun heppilegt fyrir ríkisstjórnina að enn eigi eftir að huga að öðrum málum en fjármálaáætluninni. „Þetta væri rosalega vandræðalegt ef ekki hefði verið fyrir málþófið og þingið væri annars bara búið,“ segir hann.

Um stöðuna á þinginu að öðru leyti en í sambandi við fjármálaáætlunina segir Björn Leví að Píratar hafi fengið leiðréttingar og lagfæringar á þeim málum sem þeir hafa haft efasemdir um. Þeir séu tilbúnir í þinglok.

Erfitt hefur reynst að semja um þinglok. „Þetta er soddan farsi sem er í gangi. Eins og Inga Sæland benti á er fólk kannski komið á fund og að fara að skrifa undir og þá er bætt við einu máli í viðbót. Það er ekkert hægt að semja við fólk sem gerir svoleiðis og þegar Bjarni [Benediktsson fjármálaráðherra] kemur þarna inn og segir bara nei, við tökum ekki þátt í þessu, er það bara fínt líka, því þetta er rugl sem er í gangi hjá þeim,“ segir Björn Leví og á þar við Miðflokkinn.

„Ég skil það bara vel að þetta sé haft sem erfiðast fyrir Miðflokkinn þarna, því þeir eiga ekki betra skilið í raun og veru,“ bætir hann við. 

mbl.is

Innlent »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 40.000 kr afsláttur af Natalie? Klikkaðu á linkinn fyrir neð...