Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Einar á 50 kílómetra eftir og er í þyngdarvesti sem ...
Einar á 50 kílómetra eftir og er í þyngdarvesti sem vegur 23 kg og þyngir gönguna talsvert. Inn á milli tekur hann æfingar. Ljósmynd/Aðsend

„Þessi ganga er táknræn, því hún er þrautaganga eins og krabbamein er, og hliðaræfingarnar lýsa vel hliðarverkefnum og aukaþrautum sem koma upp á þegar fólk er veikt af krabbameini,“ segir Einar Hansberg Árnason í samtali við mbl.is.

Hann hefur síðan klukkan átta í gærkvöldi gengið 50 kílómetra, með þyngdarbúnað á herðunum. Hann er hálfnaður og á 50 kílómetra eftir. Á tveggja klukkutíma fresti stöðvar hann gönguna og gerir stuttar æfingar, eins og 200 armbeygjur eða 300 hnébeygjur.

Hver ferð er 20 kílómetrar og þær verða fimm talsins, samtals 100 km. Einar gengur klyfjaður. Fyrstu ferðina fór hann með 27 kílóa sleða í eftirdragi og nú er hann í 23 kílóa þyngdarvesti.

Fyrstu 20 km fór Einar með 27 kílóa sleða í ...
Fyrstu 20 km fór Einar með 27 kílóa sleða í eftirdragi. Síðan skipti hann yfir í álíka þungt þyngdarvesti. Gangan er samtals 100 km. Skjáskot/Instagram

Hann er að ganga til styrktar Krabbameinsfélagi Hvammstangalæknishéraðs og um leið í minningu frænda síns, sem lést úr krabbameini. Reikningsnúmer félagsins er 0159-05-400210 og kennitala 410695-2949. Tekið er við áheitum á reikninginn.

Það er ekki langt liðið síðan Einar tók upp á að þreyta aðra eins raun í nafni góðs málstaðar. Í desember reri hann 500 kílómetra til styrktar Kristínu Sif. Það tók hann meira en 50 klukkustundir. „Þetta sækir alltaf á mann, einhver þjáning,“ segir Einar. „Það er erfitt meðan á því stendur en gríðarlega gefandi og lærdómsríkt eftir á.“

„Hann var ofurkall“

Á morgun eru liðin tvö ár frá því að frændi Einars, Sigurður Ágúst Guðbjörnsson, lést úr krabbameini rétt áður en hann varð sextugur. Sigurður Ágúst, Diddi eins og Einar kallar hann, bjó á Svalbarði, bóndabæ á Vatnsnesi. Og Einar Hansberg gengur til minningar um frænda sinn, fram og til baka fimm sinnum frá Hvammstanga til Svalbarðs og endar á Svalbarði.

Sigurður Ágúst Guðbjörnsson frændi Einars lést úr krabbameini rétt áður ...
Sigurður Ágúst Guðbjörnsson frændi Einars lést úr krabbameini rétt áður en hann varð 60. Tvö ár eru liðin frá andláti hans. Morgunblaðið

Það er ágætisveður og Einari miðar vel áfram. „Mér líður bara fáránlega vel núna, ég er fullur af orku og vel stemmdur. Það var smá svartnætti í morgun en nú er það búið,“ segir hann.

Honum datt sjálfum í hug að ganga til minningar um frænda sinn á dánarafmæli hans. „Hann var ofurkall eins og maður segir, hann gat gert allt, lyft öllu og svoleiðis. Ég ákvað þess vegna að setja þetta saman og bjóða krabbameinsfélaginu að taka þátt,“ segir Einar.

Fjölskyldan hans er á staðnum með honum, ýmist á bíl eða að keyra með honum. „Ég gæti þetta aldrei nema vegna fjölskyldunnar minnar,“ segir Einar. „Þau eru hérna með mér og eru það alltaf þegar ég tek upp á einhverju svona.“

View this post on Instagram

Walking 100km in a memory of my uncle #minningumdidda 100 km walk with a 27 kg sled. Every 2 hours I will draw a wildcard with a new exercice......every exercice has a 10 min timecap! #embracethesuck

A post shared by Einar Hansberg Árnason (@ehansberg) on Jun 14, 2019 at 2:58pm PDT

mbl.is

Innlent »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »
Til sölu eldhúsborð
Til sölu massíft hvíbæsað furueldhúsborð. Einnig hentugt í sumarbústaði. Lengd...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...