Merkel Þýskalandskanslari til Íslands

Angela Merkel.
Angela Merkel. AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er væntanleg til Íslands í ágúst næstkomandi.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins stendur til að Merkel verði viðstödd fund forsætisráðherra Norðurlandanna, sem fram fer hér á landi dagana 19. til 21. ágúst.

Á fundinum verður meðal annars rætt um málefni norðurslóða og hefur Merkel sýnt þeim málaflokki áhuga að undanförnu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Merkel í Berlín í nóvember.

Angela Merkel hefur ekki áður komið til Íslands í kanslaratíð sinni. Hún hefur setið í embætti Þýskalandskanslara frá árinu 2005.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert