Mikið þarf að rigna til að gróður jafni sig á afréttum

Jarðvegur fauk undan norðvestanáttinni við Sandkluftavatn og Lágafell á Uxahryggjaleið. …
Jarðvegur fauk undan norðvestanáttinni við Sandkluftavatn og Lágafell á Uxahryggjaleið. Moldarmökkur var yfir Suðurlandi í gær. Ljósmynd/Þorleifur Magnússon

Ástand gróðurs á afréttum er slæmt vegna langvarandi þurrka. Sviðsstjóri hjá Landgræðslunni telur að mikið þurfi að rigna til að gróðurinn nái sér aftur á strik.

Árni Bragason landgræðslustjóri segir að sums staðar hafi gróður verið fyrr á ferðinni vegna hagstæðs vors. Ástandið sé því miður ekki gott nú vegna þurrkanna, ekki síst á afréttum á gosbeltinu.

Gústav M. Ásbjörnsson, sviðsstjóri hjá Landgræðslunni, segir að ekki sé farið að reyna á upprekstur fjár. Starfsmenn Landgræðslunnar hafa skoðað hluta af tveimur afréttum sunnanlands með fjallskilastjórnum. „Menn þurfa ekki að líta lengi í kringum sig til að sjá að ekki er hægt að huga að upprekstri. Nægur hiti er en það vantar rakann. Mikið þarf að rigna til að gróðurinn nái sér á strik,“ segir Gústav í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert