Rigningin stoppaði stutt við

Lítið sem ekkert hefur ringt í Reykjavík síðustu vikur.
Lítið sem ekkert hefur ringt í Reykjavík síðustu vikur. mbl.is/​Hari

Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur.

Fyrstu tíu dagana í júní mældist úrkoma aðeins 1,9 mm í Reykja­vík, sem er það næst­minnsta sömu daga á þessari öld. 

Búist er við að rigningin láti enn frekar á sér kræla á þriðjudaginn þegar spáð er rigningu eða skúrum í flestum landshlutum.

mbl.is