Slógu í gegn í Þýskalandi

Systurnar Sófia, Hanna Rósa, Sólveig og Linda Árnadætur.
Systurnar Sófia, Hanna Rósa, Sólveig og Linda Árnadætur.

Fjórar systur á aldrinum 9-14 ára hafa undanfarin ár gert garðinn frægan í Þýskalandi fyrir klassískan hljóðfæraleik.

Elsta systirin, Hanna Rósa Árnadóttir, hafnaði á dögunum í fyrsta sæti í flokki dúetts píanós og þverflautu í landskeppni Þjóðverja í klassískum hljóðfæraleik, alls unnu eldri systurnar þrjár til sex verðlauna í keppninni.

Allar leika þær á píanó og þar að auki á strengjahljóðfæri, eitt eða tvö. Þá hafa þær ferðast víða um Þýskaland og um allan heim til þess að leika tónlist, þrátt fyrir ungan aldur. Árni Emilsson, faðir stúlknanna, kveðst stoltur af dætrum sínum, þær hafi lagt hart að sér í tónlistinni. „Þær eru duglegar og þessir titlar hjálpa þeim áfram. Þetta er hörkukeppni og ég er stoltur af þeim,“ segir Árni í umfjöllun um velgengni systranna í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert