Stoppaður með fíkniefni í Herjólfi

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Sigurður Bogi

Eitt fíkniefnamál kom upp í Vestmannaeyjum í gærkvöldi þegar ökumaður sem var að koma með Herjólfi var stoppaður í reglubundnu fíkniefnaeftirliti lögreglunnar.

Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum var hann handtekinn grunaður um fíkniefnaakstur og í framhaldinu fundust fíkniefni í bifreiðinni.

mbl.is