Þrír skiptu með sér lottópottinum

Heildarfjöldi vinningshafa í útdrætti kvöldsins var 16.507.
Heildarfjöldi vinningshafa í útdrætti kvöldsins var 16.507.

Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning.

Einn miðanna var keyptur í Olís í Norðlingaholti í Reykjavík en hinir voru keyptir á heimasíðu Lottó, að því er segir í tilkynningu.

Átta skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver 150 þúsund krónur. Sex miðanna voru keyptir á heimasíðu Lottó, einn í appinu og einn í Videómarkaðnum í Kópavogi. Níu fengu 100 þúsund krónur fyrir fjórar réttar tölur í Jókernum. Þeir miðar voru keyptir í Iceland við Arnarbakka í Reykjavík, Prinsinum við Þönglabakka í Reykjavík, Happahúsinu, Kringlunni í Reykjavík, einn í appinu, tveir á lotto.is og þrír með tölurnar sínar í áskrift.

Heildarfjöldi vinningshafa í útdrætti kvöldsins var 16.507.

mbl.is