„Besta vor sem ég hef upplifað“

„Þetta er nú bara besta vor sem ég hef upplifað,“ segir Anne Melén sem hefur um áratugaskeið ræktað garðinn sinn í Garðabæ af mikilli alúð. Þar ræktar hún grænmeti, ber og jurtir og er uppskeran oft svo mikil að hún fær um kíló af tómötum á hverjum degi á uppskerutímabilinu.

Sífellt algengara er orðið að fólk rækti sér til matar í görðum sínum í þéttbýlinu og mbl.is fékk að skoða garðinn hjá Anne nýlega, en hún, eins og aðrir garðeigendur, hefur þurft að vökva óvenjulega mikið síðustu vikur. Á meðal þess sem hún ræktar eru jarðaber, hindber, hvítlaukur og grænkál en tegundirnar eru miklu fleiri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert