Ekkert saknæmt talið hafa átt sér stað

Lýst hefur verið eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur.
Lýst hefur verið eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur. mbl.is/Arnþór Birkisson

Engar vísbendingar hafa borist lögreglunni vegna hvarfs Heiðrúnar Kjartansdóttur en ekkert hefur spurst til hennar síðan á miðvikudag. Ekki er talið að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað „Vonandi koma með morgninum eða deginum upplýsingar til okkar. Við erum að vinna í þessu,“ segir Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Kópavogi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæði sendi frá sér tilkynningu um eittleytið í nótt þar sem lýst var eftir Heiðrúnu, sem er 41 árs.

Hún er grannvaxin með ljóst, axlarsítt hár. Hún var klædd í bláar gallabuxur og brúnleita peysu. Heiðrún hefur til umráða Skoda Fabia, en bifreiðin er brún að lit og skráningarnúmerið er PT-893.

Þeir sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um ferðir Heiðrún­ar, eða vita hvar hún er niður­kom­in, er vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa strax sam­band við lög­reglu í síma 112.

Uppfært: Heiðrún komst í leitirnar síðdegis á sunnudag og þakkaði lögreglan veitta aðstoð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert