Forsetinn mætir á Packard-eðalvagni Sveins Björnssonar á Austurvöll á morgun

Gestir á opnu húsi á Bessastöðum í dag fengu að …
Gestir á opnu húsi á Bessastöðum í dag fengu að skoða gamlar forsetabifreiðar. Sú til vinstri á myndinni er kadiljákur af árgerð 1990 og til hægri sýnu eldri, Packard 1942, sem kennd er við Svein Björnsson forseta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsetaembættið tók forskot á sæluna með opnu húsi í tilefni 75 ára afmælis lýðveldisins á Bessastöðum í dag. Þangað lögðu margir leið sína, ungir sem aldnir, og fengu að skyggnast inn í vistarverur forsetahjónanna.

Til sýnis voru gamlar forsetabifreiðar sem vöktu mikinn áhuga og forvitni gesta. mbl.is hefur fengið staðfest að á morgun, þegar forsetinn heldur á Austurvöll í tilefni þjóðhátíðarinnar, verður fararskjóti hans enginn annar en Packard Sveins Björnssonar, árgerð 1942. 

Dagskráin á Austurvelli á morgun hefst klukkan 11. Forsetinn mætir og leggur blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar og fjallkonan flytur sitt mál.

Forsetinn mætir á Austurvelli á þessum á morgun. Þetta er …
Forsetinn mætir á Austurvelli á þessum á morgun. Þetta er Packard árgerð 1942. Upprunalega var bíll af sömu gerð gjöf Roosevelts Bandaríkjaforseta til Sveins Björnssonar við stofnun lýðveldisins en sá bíll fór í sjóinn með Goðafossi í nóvember 1944. Því var keyptur nýr skömmu síðar, sem er þessi sem sjá má á myndinni. Bíllinn fékk andlitslyftingu á þessari öld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Annars tóku forsetahjónin á móti gestum í anddyrinu og buðu þá velkomna að taka hring um húsið. Sumir fengu myndir af sér með hjónunum við innganginn. Húsið var opið frá 13-16 í dag og var sú ráðstöfun hliðstæð þeim opnu húsum sem verða í ýmsum opinberum byggingum á þjóðhátíðardaginn á morgun, eins og Stjórnarráðinu, Seðlabankanum og Hafrannsóknarstofnun. Ekki er unnt að hafa slíkt á Bessastöðum á morgun vegna annarrar dagskrár forsetans.

Guðni forseti og Eliza forsetafrú standa við dyrnar og bjóða …
Guðni forseti og Eliza forsetafrú standa við dyrnar og bjóða gesti velkomna á Bessastaði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Gestum var leiðsagt um aðsetur forsetans, meðal annars inn í bókhlöðuna.

Gestir gægjast inn í bókhlöðu forsetans
Gestir gægjast inn í bókhlöðu forsetans mbl.is/Kristinn Magnússon

Börnum var sagt frá sögu staðarins, sem er að rekja aftur til landnámstíðar, og sumir kíktu niður í fornleifakjallarann undir Bessastöðum.

Áhugasamt ungviði undir jörðu niðri í fornleifakjallaranum sem kom í …
Áhugasamt ungviði undir jörðu niðri í fornleifakjallaranum sem kom í ljós við endurgerð á Bessastöðum á sínum tíma og var síðar gerður aðgengilegur almenningi. mbl.is/Kristinn Magnússon
Kátir krakkar stilla sér upp fyrir mynd ásamt forsetanum.
Kátir krakkar stilla sér upp fyrir mynd ásamt forsetanum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Margmenni var á Bessastöðum í dag.
Margmenni var á Bessastöðum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert