Hjólreiðar eru daglegur samgöngumáti 30% Vestfirðinga

Forstjórinn Gylfi Ólafsson á reiðhjólinu með börnin sín tvö á …
Forstjórinn Gylfi Ólafsson á reiðhjólinu með börnin sín tvö á leiðinni í leikskólann og svo til vinnu mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson Í

„Eftir því sem aðstaða fyrir hjólreiðafólk verður betri og leiðirnar greiðfærari eykst áhuginn,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

„Í heilsuhagfræðinni sést svart á hvítu að gerð hjólastíga og aðrar slíkar framkvæmdir, sem greiddar eru úr samfélagslegum sjóðum, eru fljótar að borga sig. Þetta er til þess að gera ódýr innviðauppbygging og fólk getur jafnframt sparað við sig í bílakaupum. Dæmið er svo fullkomnað þegar áhrif á umhverfi og lýðheilsu eru tekin með í reikninginn. Minni útblástur og góð hreyfing í daglegu amstri er skotheld formúla.“

Rennislétt á Eyrinni

Á Ísafirði fer Gylfi flestra sinna ferða hjólandi og er þá gjarnan með börnin sín tvö framan á reiðhjólinu. „Vegalengdir milli helstu staða innanbæjar á Ísafirði eru stuttar og hér á Eyrinni er allt rennislétt. Fjölskyldan býr hér á Eyrinni og þaðan er örstutt fyrir mig að hjóla til vinnu á sjúkrahúsinu og leikskóli barnanna er nánast í næsta húsi. Þetta gæti ekki verið þægilegra í samfélagi sem á flestan mælikvarða er streitulítið, sem er uppskrift að því að fólki líði vel,“ segir Gylfi.

Nýjar tölurnar sýna að hlutfall fullorðinna sem ganga eða hjóla til vinnu eða skóla, þrisvar sinnum eða oftar í viku, er 30% á Vestfjörðum. Á landsvísu er þetta hlutfall 21%, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »