Bílvelta í miðbæ Reykjavíkur

mbl.is/Ófeigur

Karlmaður var fluttur á slysadeild eftir að bílvelta varð á gatnamótum Barónsstígs og Grettisgötu í Reykjavík um klukkan þrjú í nótt.

Maðurinn hafði ekið bíl sínum á kyrrstæðan jeppa og annan bíl sem einnig var kyrrstæður með þeim afleiðingum að bíll hans valt á hliðina.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu eru meiðsli mannsins talin minni háttar en hann var uppistandandi þegar slökkviliðið kom á vettvang. Bíll hans er aftur á móti illa farinn.

mbl.is