Borgarstjóri kom manni til aðstoðar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri situr hjá manninum á sama tíma …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri situr hjá manninum á sama tíma og hann ræðir við Neyðarlínuna í símanum. mbl.is/Sigurður Bogi

Karlmaður á miðjum aldri hneig niður meðan á athöfn stóð í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík þegar lagður var blómsveigur á leiði Jóns Sigurðssonar. 

Viðstaddir kölluðu strax á hjálp og óskuðu eftir aðstoð læknis en talið er að maðurinn hafi fengið flogakast. Dag B. Eggertsson borgarstjóra, sem einnig er læknir, bar þá að.

Kallað var á sjúkrabíl og hefur maðurinn verið fluttur á brott á sjúkrahús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert