Féll af mótorhjóli í Reykjanesbæ

mbl.is/Eggert

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að hafa fallið af mótorhjóli við Mánatorg í Reykjanesbæ.

Að sögn brunavarna Suðurnesja barst tilkynning um slysið klukkan 10.45 í morgun.

Maðurinn var á leið frá Sandgerði þegar hann missti stjórn á hjóli sínu. Að sögn varðstjóra hjá brunavörnum Suðurnesja slapp hann ótrúlega vel. Talið er að hann hafi fótbrotnað, auk þess sem hann var með skurð á höfði.

mbl.is