Fyrstu BA-próf í lögreglufræðum

Föngulegur hópur kandídata í lögreglu- og löggæslufræðum við útskrift frá ...
Föngulegur hópur kandídata í lögreglu- og löggæslufræðum við útskrift frá Háskólanum á Akureyri á laugardaginn. BA-stúdentarnir sjö eru þó ekki á þessari mynd. Lengst til hægri stendur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og landskunn laxveiðikona, og brosir í kampinn yfir framvarðasveit íslenskrar löggæslu. Fyrir aftan Höllu er Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður MSL. Ljósmynd/Andy Hill

„Fjörutíu og einn útskrifaðist úr diplómanámi í lögreglufræðum sem er tveggja ára nám. Verklegi hlutinn fer fram hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, MSL. Tveir starfandi lögreglumenn luku einnig diplómanámi í lögreglufræði, en starfandi lögreglumenn fá nám sitt úr Lögregluskóla ríkisins metið að hluta. Sjö luku svo BA-prófi í lögreglufræðum sem gerist nú í fyrsta sinn.“ Þetta segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglukona, aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og að auki lektor í sömu fræðum frá og með 1. ágúst, í samtali við mbl.is.

Umræðuefnið er tímamótaútskrift frá Háskólanum á Akureyri á laugardaginn þar sem fyrstu kandídatar á Íslandi luku BA-prófi í lögreglu- og löggæslufræðum á vordögum og voru útskrifaðir með viðhöfn frá skólanum. Þarna er um að ræða annan árgang brautskráðra nema með diplómapróf fyrir verðandi lögreglumenn eftir að lögreglunám var fært upp á háskólastig á Íslandi árið 2016.

Stækkar sjóndeildarhringinn

„Rauði þráðurinn er að læra að tryggja öryggi borgaranna og vinna gegn afbrotum,“ er meðal þess sem segir um lögreglunámið á heimasíðu Háskólans á Akureyri. Hvað telur Eyrún að helst hafi unnist með því að færa slíkt nám frá Lögregluskóla ríkisins upp á háskólastig?

„Ég geri nú bara orð eins af starfandi lögreglumönnunum, sem eru í námi hjá okkur, að mínum sem segir að fyrst og fremst skapi það stærri sjóndeildarhring, það er að segja að námið er akademískt og hugmyndir þar með krufnar og unnið með sjónarmið og fleira,“ útskýrir Eyrún og bætir því við að bóklegur hluti lögreglunámsins sé nú mun viðameiri og dýptin um leið meiri sem skili gagnrýninni hugsun og þekkingu á fyrirbærum á borð við eðli afbrota, ólík samskiptaform, fíknisjúkdóma og geðheilsu auk þekkingar á minnihlutahópum.

Eyrún segir sókn að náminu hafa verið mikla en aðeins séu 50 kandídatar í einu teknir inn í starfsnámið. „Inntakan byggist á einkunnum þriggja námskeiða á haustönn fyrsta vetrar auk þrekprófs, sálfræðiprófs og viðtals hjá Mennta- og starfsþróunarsetrinu. Þú þarft þar af leiðandi að vera nokkuð góður jafnt á bókina, í þreki og í hausnum,“ segir aðjúnktinn og skefur hvergi af.

Frá reynslu til rannsókna

Eyrún segir námið byggja að meginstefnu á því sem kallast „evidence based policing“. Er þar um að ræða áherslu á að færa aðferðir lögreglustarfa frá því að byggja fyrst og fremst á starfsreynslu og tilfinningum yfir í að byggja á rannsóknum.

Hér er blaðamanni nauðugur einn kostur að spyrja Eyrúnu hvort slík stefna sé ekki að einhverju leyti umdeild og hvað gömlu brýnin, sem eru búin að vera í löggunni í 30 ár, segi um að rannsóknir taki við af starfsreynslunni.

„Nei, ég held að þetta sé ekki umdeilt þannig séð,“ svarar aðjúnktinn að bragði. „Þarna er auðvitað ekki verið að útiloka reynslu enda er hún mjög mikilvæg, frekar er verið að koma í veg fyrir að byggt sé á tilfinningum fólks um hvernig hlutirnir eru sem svo kannski reynist ekki alveg á rökum reist,“ segir Eyrún. Nú til dags kveður hún rannsóknir vera leiðarvísi lögreglu víða um heim, til dæmis um atriði á borð við hvar hentugast sé að hafa mannskap og hvernig skipa skuli bjargráðum (e. resources) svo best nýtist. „Akademískt lögreglunám er kannski einmitt til þess fallið að byggja undir þetta,“ segir Eyrún.

Guðmundur Ævar Oddsson, dósent og brautarstjóri lögreglunáms Háskólans á Akureyri, ...
Guðmundur Ævar Oddsson, dósent og brautarstjóri lögreglunáms Háskólans á Akureyri, ávarpar útskriftarnema við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Ljósmynd/Andy Hill

Hún segir aðstandendur lögreglunáms Háskólans á Akureyri hafa leitað mjög í smiðju norska lögregluháskólans við skipan námsins. „Við höfum fengið þrjá sérfræðinga frá norska skólanum hingað, einn þeirra er sérfræðingur í inntöku nema og hinir tveir í námskrárbreytingum norska skólans,“ segir Eyrún frá og nefnir einnig heimsóknir fulltrúa HA til Lögregluháskólans í Ósló.

„Við fundum svo reglulega með hinum lögregluskólunum á Norðurlöndunum, ég var til dæmis á fundi í danska lögregluskólanum í síðustu viku þar sem umræðuefnið var hvernig heppilegast væri að tengja saman bóklegt og verklegt lögreglunám,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir að lokum, aðjúnkt og verðandi lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, sátt við sinn hlut í sjö íslenskum löggæslufræðingum með BA-próf í sínu fagi.

mbl.is

Innlent »

Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

23:05 Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meira »

„Þetta skal aldrei verða“

22:42 „Ég vil sem minnst gefa upp, en þetta skal aldrei verða,“ segir Hrafn Jökulsson umhverfissinni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Framkvæmdir vegna virkjunarinnar hófust í dag á Ófeigsfjarðarvegi og segir Hrafn von á aðgerðum í vikunni. Meira »

Taka þurfti blóðsýni með valdi

22:30 Ökumaður var handtekinn í Kópavogi á fimmta tímanum í dag vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Hann var mjög ölvaður og reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Þokuský eins og jökulbreiða

21:45 Berja mátti augum nokkuð sérkennilegt skýjafar yfir austanverðum Skaga við Skagafjörð í dag og tók Einar Gíslason á Sauðárkróki myndir af því þar sem hann var staddur á Höfðaströnd hinum megin við fjörðinn. Meira »

Togarinn „hættulegur staður“

20:55 „Ætli þeir hafi ekki bara verið að for­vitn­ast eins og krakka er oft siður. Ef þú ert á svæði sem er óstöðugt og get­ur valdið skaða þá ertu alltaf í hættu,“ segir hafnarstjóri í Reykjaneshöfn um fjóra táninga sem voru um borð þegar togarinn Orlik byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í nótt. Meira »

Aðgerðinni ítrekað frestað

20:20 Reynir Guðmundsson, sem liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans, hefur sent opið bréf til stjórnmálamanna, þar á meðal heilbrigðisráðherra. Þar óskar hann eftir því að farið verði yfir stöðuna sem er uppi á gjörgæsludeild. Meira »

Ölvaður starfsmaður fékk bretti í höfuð

20:00 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í Árbænum á öðrum tímanum í dag. Þar hafði vörubretti fallið á höfuð starfsmanns og blæddi mikið úr höfðinu. Meira »

Situr fastur á Fimmvörðuhálsi

19:45 Fimm hópar björgunarsveitarfólks eru nú á leið upp á Fimmvörðuháls til að aðstoða göngumann í sjálfheldu í Goðahrauni. Félagi mannsins tilkynnti um atvikið klukkan 18, en maðurinn hafði verið að klifra þegar hann rann niður á syllu og festi fótinn á milli steina. Meira »

Ekið á 16 ára dreng

19:38 Ekið var á sextán ára gamlan dreng sem var að hjóla yfir gangbraut í Garðabæ á tólfta tímanum í morgun. Drengnum varð ekki meint af en hjól hans skemmdist við áreksturinn. Meira »

ESB vill banna gúmmíkurl

19:25 Evrópusambandið er með til skoðunar að banna gúmmí á gerivgrasvöllum til íþróttaiðkunar frá og með árinu 2022. Heilu tonnin af örplasti af fótboltavöllum hverfa á ári hverju og enda í sjónum og jarðvegi. Meira »

Siðanefnd skilar áliti um Klaustursmál

18:25 Siðanefnd Alþingis hefur lokið áliti sínu um Klausturmálið og sent forsætisnefnd. Fá þeir sex þingmenn sem málið varðar frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd líklega ljúka málinu í næstu viku. Meira »

Eldur í bifreið í Reykjanesbæ

18:02 Eldur kom upp í mælaborði bifreiðar á Þjóðbraut í Reykjanesbæ skömmu fyrir klukkan 17 í dag og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað á staðinn. Meira »

Icelandair deili bótum með farþegum

17:50 Neytendasamtökin fara fram á að farþegar Icelandair, sem neyðst hafa til að fljúga með staðgengdarflugvélum félagsins, fái hlutdeild í væntanlegum bótum sem Boeing greiðir félaginu vegna kyrrsetningar á 737 MAX-vélunum. Meira »

„Nú þarf ekki lengur Stasi“

17:40 Brynjar Níelsson segir orðið hatursorðræða vera vinsælt á meðal þeirra sem „vilja losna við gagnrýni og andstæðar skoðanir“. Þetta segir Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag, en þar kemur meðal annars fram að ekki þurfi lengur Stasi til að upplýsa um hatursglæpi, „netið og Bárur þessa lands sjá um það“. Meira »

Leiðinni breytt til að auka stemningu

17:15 Þeir sem hyggja á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst mega búast við því að stemningin í hlaupinu verði meiri en undanfarin ár. Meira »

„Eitt stærsta vandamálið innan flokksins“

16:47 „Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr,“ segir Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. Hann segir strúktúrleysið eitt helsta vandamálið innan flokksins. Meira »

Brynjar Elefsen tekinn við sölusviði BL

16:45 Brynjar Elefsen Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs BL ehf. við Sævarhöfða og tók hann við af Skúla Kristófer Skúlasyni sem lét af störfum í júní. Meira »

„Er mönnum alvara?“

15:19 Blaðamaður DV og höfundur langrar umfjöllunar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson segir firringu fólgna í því að telja að þær upplýsingar sem fram hafi komið í umfjöllun hans eigi ekki erindi við almenning. Meira »

Hvaltönn fyrir lengra komna „lovera“

15:12 Skartgripasalar hafa lýst yfir áhuga á að smíða skartgripi úr tönnum og beinum grindhvalanna sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
BÍLALYFTUR
EAE og Jema bílalyftur í úrvali,gæðalyftur á góðu verði. Eigum nokkrar gerðir á ...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...