Fyrstu BA-próf í lögreglufræðum

Föngulegur hópur kandídata í lögreglu- og löggæslufræðum við útskrift frá ...
Föngulegur hópur kandídata í lögreglu- og löggæslufræðum við útskrift frá Háskólanum á Akureyri á laugardaginn. BA-stúdentarnir sjö eru þó ekki á þessari mynd. Lengst til hægri stendur Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og landskunn laxveiðikona, og brosir í kampinn yfir framvarðasveit íslenskrar löggæslu. Fyrir aftan Höllu er Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður MSL. Ljósmynd/Andy Hill

„Fjörutíu og einn útskrifaðist úr diplómanámi í lögreglufræðum sem er tveggja ára nám. Verklegi hlutinn fer fram hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar, MSL. Tveir starfandi lögreglumenn luku einnig diplómanámi í lögreglufræði, en starfandi lögreglumenn fá nám sitt úr Lögregluskóla ríkisins metið að hluta. Sjö luku svo BA-prófi í lögreglufræðum sem gerist nú í fyrsta sinn.“ Þetta segir Eyrún Eyþórsdóttir, lögreglukona, aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri og að auki lektor í sömu fræðum frá og með 1. ágúst, í samtali við mbl.is.

Umræðuefnið er tímamótaútskrift frá Háskólanum á Akureyri á laugardaginn þar sem fyrstu kandídatar á Íslandi luku BA-prófi í lögreglu- og löggæslufræðum á vordögum og voru útskrifaðir með viðhöfn frá skólanum. Þarna er um að ræða annan árgang brautskráðra nema með diplómapróf fyrir verðandi lögreglumenn eftir að lögreglunám var fært upp á háskólastig á Íslandi árið 2016.

Stækkar sjóndeildarhringinn

„Rauði þráðurinn er að læra að tryggja öryggi borgaranna og vinna gegn afbrotum,“ er meðal þess sem segir um lögreglunámið á heimasíðu Háskólans á Akureyri. Hvað telur Eyrún að helst hafi unnist með því að færa slíkt nám frá Lögregluskóla ríkisins upp á háskólastig?

„Ég geri nú bara orð eins af starfandi lögreglumönnunum, sem eru í námi hjá okkur, að mínum sem segir að fyrst og fremst skapi það stærri sjóndeildarhring, það er að segja að námið er akademískt og hugmyndir þar með krufnar og unnið með sjónarmið og fleira,“ útskýrir Eyrún og bætir því við að bóklegur hluti lögreglunámsins sé nú mun viðameiri og dýptin um leið meiri sem skili gagnrýninni hugsun og þekkingu á fyrirbærum á borð við eðli afbrota, ólík samskiptaform, fíknisjúkdóma og geðheilsu auk þekkingar á minnihlutahópum.

Eyrún segir sókn að náminu hafa verið mikla en aðeins séu 50 kandídatar í einu teknir inn í starfsnámið. „Inntakan byggist á einkunnum þriggja námskeiða á haustönn fyrsta vetrar auk þrekprófs, sálfræðiprófs og viðtals hjá Mennta- og starfsþróunarsetrinu. Þú þarft þar af leiðandi að vera nokkuð góður jafnt á bókina, í þreki og í hausnum,“ segir aðjúnktinn og skefur hvergi af.

Frá reynslu til rannsókna

Eyrún segir námið byggja að meginstefnu á því sem kallast „evidence based policing“. Er þar um að ræða áherslu á að færa aðferðir lögreglustarfa frá því að byggja fyrst og fremst á starfsreynslu og tilfinningum yfir í að byggja á rannsóknum.

Hér er blaðamanni nauðugur einn kostur að spyrja Eyrúnu hvort slík stefna sé ekki að einhverju leyti umdeild og hvað gömlu brýnin, sem eru búin að vera í löggunni í 30 ár, segi um að rannsóknir taki við af starfsreynslunni.

„Nei, ég held að þetta sé ekki umdeilt þannig séð,“ svarar aðjúnktinn að bragði. „Þarna er auðvitað ekki verið að útiloka reynslu enda er hún mjög mikilvæg, frekar er verið að koma í veg fyrir að byggt sé á tilfinningum fólks um hvernig hlutirnir eru sem svo kannski reynist ekki alveg á rökum reist,“ segir Eyrún. Nú til dags kveður hún rannsóknir vera leiðarvísi lögreglu víða um heim, til dæmis um atriði á borð við hvar hentugast sé að hafa mannskap og hvernig skipa skuli bjargráðum (e. resources) svo best nýtist. „Akademískt lögreglunám er kannski einmitt til þess fallið að byggja undir þetta,“ segir Eyrún.

Guðmundur Ævar Oddsson, dósent og brautarstjóri lögreglunáms Háskólans á Akureyri, ...
Guðmundur Ævar Oddsson, dósent og brautarstjóri lögreglunáms Háskólans á Akureyri, ávarpar útskriftarnema við hátíðlega athöfn á laugardaginn. Ljósmynd/Andy Hill

Hún segir aðstandendur lögreglunáms Háskólans á Akureyri hafa leitað mjög í smiðju norska lögregluháskólans við skipan námsins. „Við höfum fengið þrjá sérfræðinga frá norska skólanum hingað, einn þeirra er sérfræðingur í inntöku nema og hinir tveir í námskrárbreytingum norska skólans,“ segir Eyrún frá og nefnir einnig heimsóknir fulltrúa HA til Lögregluháskólans í Ósló.

„Við fundum svo reglulega með hinum lögregluskólunum á Norðurlöndunum, ég var til dæmis á fundi í danska lögregluskólanum í síðustu viku þar sem umræðuefnið var hvernig heppilegast væri að tengja saman bóklegt og verklegt lögreglunám,“ segir Eyrún Eyþórsdóttir að lokum, aðjúnkt og verðandi lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, sátt við sinn hlut í sjö íslenskum löggæslufræðingum með BA-próf í sínu fagi.

mbl.is

Innlent »

31 þúsund tonn í sérstakar aðgerðir

17:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða samtals 23.316 þorskígildistonnum. Meira »

Sóttu veikan mann í Drottninguna

16:57 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann um borð í skipið Queen Mary 2, skip breska skipa­fé­lag­sins Cun­ard í gærkvöldi. Beiðni barst Landhelgisgæslunni um klukkan sjö í gærkvöldi þegar skipið var um 80 sjómílum sunnan af Vík í Mýrdal. Meira »

Greiðir ekki ­fólki með lausa kjara­samn­inga

16:34 Akureyrarbær ætlar ekki að greiða starfs­fólki með lausa kjara­samn­inga ein­greiðslu 1. ág­úst næstkomandi. Meirihluti bæjarráðs hafnar erindi Einingar-Iðju þess efnis og vísar jafnframt til þess að samningsumboð sveitarfélagsins vegna kjarasamninga er hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meira »

Eldur í vinnuskúr í Kópavogi

16:11 Eldur kom upp í vinnuskúr á vegum Kópavogsbæjar við Fífuhvamm á þriðja tímanum í dag. Slökkviliði var kallað á vettvang og hefur það náð tökum á eldinum þótt enn logi. Nú er barist við að rífa af þaki og slökkva eldinn. Meira »

Ekki ákærðir vegna dauða ungrar konu

16:11 Héraðssaksóknari hefur fellt niður mál á hendur lögreglumönnum sem voru til rannsóknar vegna afskipta lögreglu af ungri konu sem dó á Landspítala síðar sama kvöld í apríl. Rannsókn málsins lauk í upphafi mánaðar. Meira »

Hótaði að skera kærustuna á háls

15:41 Maðurinn sem er grunaður um að stinga ann­an mann í heima­húsi í Nes­kaupstað um miðnætti 10. júlí síðastliðinn situr í gæsluvarðhaldi til 8. ágúst. Landsréttur staðfesti fjögurra vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands. Meira »

Viðræður um Boeing-bætur standa yfir

15:36 Ekkert liggur fyrir um fjárhæð þeirra bóta sem Icelandair mun fá frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna galla í Boeing 737 Max-vélunum, sem hafa verið kyrrsettar síðan í mars. Meira »

„Vona að þetta séu bara eftirhreytur“

15:05 Greining E.coli bakteríunnar í tveimur fullorðnum einstaklingum sem greint var frá í dag kom heilbrigðisyfirvöldum á óvart, bæði að smit hafi komið upp eftir að gripið var til aðgerða sem og að bakterían væri útbreiddari en áður hafi verið talið. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Meira »

Sterkur grunur um sýkingu í barni

14:59 Sterkur grunur er um E. coli sýkingu í rúmlega þriggja ára barni sem er með faraldsfræðilega tengingu við Efstadal. Í dag voru rannsökuð saursýni frá þremur einstaklingum varðandi mögulega E. coli sýkingu og gaf niðurstaða frá barninu sterkan grun um smit. Meira »

„Þessi óreiða bjó til einræðisherra“

14:30 „Þetta var þá ekki allt saman bara í hausnum mér,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni um umræðu í röðum Pírata um samstarf í þingflokki flokksins við Birgittu Jónsdóttur. Hafa þingmenn flokksins dregið upp dökka mynd af samskiptum sínum við hana. Meira »

Mikilvægt „að anda með nefinu“

14:12 „Miklir hagsmunir geta auðvitað verið fyrir okkur í því að sumar jarðir séu í einhvers konar nýtingu. Það mætti auðvitað setja einhverjar reglur um það hvaða starfsemi eigi að vera á hvaða jörðum. En það ætti þá frekar að vera á könnu sveitarfélaganna.“ Meira »

Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna

13:38 Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst lægra í skoðanakönnunum fyrirtækisins MMR, en samkvæmt niðurstöðum þeirrar nýjustu er fylgi flokksins nú 19%. Lægst fór fylgið áður í 19,5% í janúar 2016. Meira »

Heyrði óp og allt varð rafmagnslaust

13:21 „Ég heyrði bara einhver óp og svo varð allt rafmagnslaust,“ segir Dagur Tómas Ásgeirsson stærðfræðingur, sem staddur er í miðborg Aþenu. Stór jarðskjálfti skók borgina í morgun og mældist 5,3 á Richter. Meira »

Nýi Herjólfur í slipp vegna galla

12:55 Taka þarf nýja Herjólf í slipp vegna galla sem reyndist vera í öðrum jafnvægisugganum. Þetta staðfestir G. Pétur Mattíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is en ferjan kom til landsins um miðjan síðasta mánuð. Meira »

Hagkvæms húsnæðis senn að vænta

12:47 Framkvæmdir geta nú hafist við byggingu fjölda íbúða sem eiga að vera ódýrar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Sex aðilar eru komnir með fullgild lóðarvilyrði. Fleiri bíða þess að fá sitt staðfest. Meira »

Ekki búið að uppræta E.coli bakteríuna

12:31 Gerðar hafa verið auknar kröfur um úrbætur vegna E.coli í Efstadal II. Þetta kemur fram í frétt á vef embættisins. 21 hefur nú greinst með E.coli bakteríuna og var einn þeirra á ferð í Efstadal eftir að gripið var til aðgerða til að uppræta smit og smitleiðir. Meira »

Stöðvi tafarlaust innheimtu smálánaskulda

12:31 Neytendasamtökin skora á Almenna innheimtu ehf. að stöðva tafarlaust innheimtu á smálánaskuldum sem byggja á ólögmætum lánum. Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Meira »

Þyrftu þyrlu til að komast á staðinn

11:59 Það þyrfti þyrlu til að koma vísindamönnum á þann stað í Löngufjörum þar sem tugi grindhvala rak á land og því horfir ekki vel með sýnatöku. Þetta segir Gísli Arnór Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Er þetta mesti fjöldi grindhvala sem hefur drepist hér við land frá 1986. Meira »

Miðflokkurinn tekur af Sjálfstæðisflokki

11:50 Miðflokkurinn er hástökkvari nýrrar skoðanakönnunar sem MMR birti í dag. Flokkurinn mælist með 14,4% fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn ef boðað yrði til kosninga í dag. Að sama skapi lækkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um rúm 3 prósentustig og mælist hann nú með 19,0% fylgi. Meira »
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
Toyota Yaris 2005 sjálfskiptur kr290.000
Til sölu (for sale) skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150.000...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...