Hátíðardagskrá 17. júní um landið

Skrúðgangan á Akureyri á síðasta ári.
Skrúðgangan á Akureyri á síðasta ári. Ljósmynd/Aðsend

Að venju verður mikið um hátíðarhöld og skemmtanir af ýmsu tagi í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Mbl.is tók saman dagskrána í nokkrum sveitarfélögum og er af nógu að taka.

Akranes

Dagskráin byrjar snemma á Akranesi og stendur fram eftir degi. Haldinn verður þjóðlegur morgunn á Byggðasafninu þar sem verður frítt inn. Gestir í þjóðbúningi fá glaðning, félagar í hestamannafélaginu Dreyra teyma börnin og þá verður farið í útileiki á gamla mátann og boðið upp á andlitsmálun.

Milli 14 og 16 verður dagskrá við Akratorg sem hefst á fánahyllingu. Klifurfélag ÍA flytur sýningu utan á gamla Landsbankahúsinu, bæjarlistamaður Akraness 2019 verður heiðraður og kór Akraneskirkju leiðir þjóðsönginn og syngur ættjarðarlög.

Ronja ræningjadóttir ætlar að láta sjá sig, boðið verður upp á dansatriði og dagskránni lýkur með tónleikum Páls Óskars Hjálmtýssonar.

Dagskráin í heild sinni.

Akureyri

Mikið verður um dýrðir í Akureyrarbæ og hefst hátíðardagskrá klukkan 13 í Lystigarðinum. Þaðan verður skrúðganga niður í miðbæ þar sem boðið verður upp á fjölskylduskemmtun um daginn sem og aftur um kvöldið að miðnætti. Dagskránni lýkur með marseringu nýstúdenta Menntaskólans á Akureyri.

Á fjölskylduskemmtuninni milli klukkan 14 og 16 kemur leikhópurinn Lotta fram, boðið verður upp á dans- og tónlistaratriði svo eitthvað sé nefnt.

Á kvölddagskránni eru tónlistaratriði, uppistand og tónleikar með Hvanndalsbræðrum.

Dagskráin í heild sinni.

Frá hátíðinni á síðasta ári.
Frá hátíðinni á síðasta ári. Ljósmynd/Aðsend

Fljótdalshérað

Dagskrá þjóðhátíðardags Íslendinga í Fljótdalshéraði fer að mestu fram í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum líkt og undanfarin ár. Einnig verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Sláturhúsinu menningarsetri og í Minjasafni Austurlands.

Hátíðardagskráin hófst á messu fyrir alla fjölskylduna klukkan hálfellefu og að henni lokinni verður skrúðganga frá Egilsstaðakirkju í Tjarnargarðinn þar sem mikið verður um að vera.

Klukkan 12 hefst kassabílakeppni og eru allir hvattir til að mæta með sinn eigin kassabíl. Litli húsdýragarðurinn verður opinn og teymt undir börnin. Andlitsmálun, hoppukastalar, tónlistaratriði og afhending menningarverðlauna er meðal atriða á dagskrá frá klukkan 13.

Dagskráin í heild sinni.

Garðabær

Dagskráin hefst á Álftanesi klukkan 10 með skrúðgöngu frá Safnaðarheimili Bessastaðasóknar að hátíðarsviði á Álftanesi þar sem hátíðarhöldin verða formlega sett. Á svæðinu verða hoppukastalar og fleira fyrir fjölskyldur og börn.

Frítt verður í sund fyrir Garðbæinga í Álftaneslaug og boðið er upp á ókeypis veiði fyrir alla Garðbæinga við suðurbakka Vífilsstaðavatns og á bryggju.

Á Garðatorgi hefst hátíð klukkan 14 með ávarpi forseta bæjarstjórnar. Karma Brigade, Sirkus Íslands, Herra Hnetusmjör og Skoppa og Skrítla verða á staðnum.

Dagskráin í heild sinni.

Hafnarfjörður

Skrúðganga frá Flensborgarskóla hefst klukkan 13 að Thorsplani þar sem stíf dagskrá verður alveg til klukkan 17. Íþróttaálfurinn stígur fyrstur á stokk ásamt Sollu stirðu, Lína Langsokkur fylgir á eftir og þá verða Karíus og Baktus einnig á svæðinu.

Katrín Halldóra syngur lög Ellýjar Vilhjálms, BRÍET flytur lög sem og JóiP og Króli.

Dagskráin í heild sinni.

Kópavogur

Dagskrá hátíðarhalda hefst með skrúðgöngu sem hefst við Menntaskólann í Kópavogi klukkan hálftvö og lýkur á Rútstúni. Þar verður skemmtileg dagskrá frá 14. Meðal þeirra sem koma fram eru Ronja ræningjadóttir, Ingó Veðurguð, Sveppi, Svala Björgvins og JóiP og Króli.

Á Rútstúni verða einnig leiktæki og veitingasala. Á sundlaugarplaninu verða tívolítæki, veltibíll og fleira. Kvöldtónleikar á Rútstúni byrja klukka 20 og fram koma Blóðmör, GDRN, Sísý Ey og Páll Óskar.

Dagskráin í heild sinni.

Frá skrúðgöngunni í Kópavogi á síðasta ári.
Frá skrúðgöngunni í Kópavogi á síðasta ári. Ljósmynd/Kópavogur.is

Reykjanesbær

Nóg verður um að vera í skrúðgarðinum í Keflavík í dag milli klukkan 14 og 16. Á sviðinu fer fram skemmtidagskrá og fram koma Danskompaní, Bryn Ballet Akademían, Dýrin í Hálsaskógi og Friðrik Dór. Í skrúðgarðinum verður hestateyming, hoppukastalar og húðflúrstjald.

Duus safnahús verður opið milli 12 og 17 og aðgangur ókeypis. Rokksafn Íslands verður opið milli 11 og 18 og aðgangur ókeypis fyrir 16 ára og yngri.

Dagskráin í heild sinni.

Selfoss

Hátíðardagskrá í Sigtúnsgarði hefst klukkan hálftvö og verður nóg um að vera fyrir börn og fullorðna. Boðið verður upp á tónlistaratriði og afþreyingu.

Frítt er í alla afþreyingu og má þar nefna loftbolta, trampólín, hoppukastala, blöðrulistamenn og fleira.

Klukkan 21 hefst dansiball með hljómsveit. Allir velkomnir og frítt inn.

Dagskráin í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eftir stendur að vextir hækka á alla

12:58 Vextir á verðtryggðum námslánum hefðu verið 4,5% fyrir áratug, ef fyrirhugað námslánakerfi, sem menntamálaráðherra hefur lagt fram, hefði verið við lýði. Þess í stað eru vextirnir 1%. Á þetta er bent í umsögn stúdentaráðs um frumvarpið, sem send var mbl.is. Meira »

Allt öðruvísi en árið 2006

12:09 Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir að allt annað hafi verið uppi á teningnum síðast þegar kerskála þrjú var lokað í álverinu í Straumsvík árið 2006 heldur en núna. Meira »

Vinnueftirlitið fylgist með framvindunni

10:35 Starfsmaður Vinnueftirlitsins sem hefur eftirlit með álverinu í Straumsvík hafði samband við álverið í gær eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist þar í fyrradag. „Við erum að fá upplýsingar frá þeim um hver staðan er,“ segir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »

Fyrst kvenna til að synda Eyjasund

10:24 Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð í nótt fyrsta konan til að synda svokallað Eyjasund, þ.e. leiðina frá Vestmannaeyjum og yfir á Landeyjasand. Sigrún hóf sundið frá Eiðinu í Heimaey og tók land á Landeyjasandi fjórum klukkustundum og 31 mínútu síðar. Meira »

Ógnuðu húsráðendum með eggvopni

10:20 Tveir karlmenn voru handteknir af lögreglunni á Austurlandi í gær, grunaðir um að hafa farið inn í hús á ótilgreindum stað í umdæminu snemma í gærmorgun og ógnað húsráðendum með eggvopni. Einn húsráðenda hlaut smávægilega áverka, þó ekki eftir eggvopnið. Meira »

Rann 300 metra niður Hvannárgil

08:59 Það var göngumanninum, sem sat fastur á syllu í Hvannárgili fyrir neðan Goðahraun á Fimmvörðuhálsi, til happs að renna ofan í sprungu fulla af snjó. Það var til þess að hann staðnæmdist og ef ekki hefði verið fyrir snjóinn er ómögulegt að segja til um hversu langt hann hefði runnið niður gilið. Meira »

Hafa ásælst dýrmæta kirkjugripi

08:37 Fremur en að söfn ásælist kirkjugripi til að tryggja varðveislu þeirra ættu ráðamenn að beita sér fyrir því að kirkjan fái þá fjármuni sem henni ber. Þannig geti hún bætt eld- og þjófavarnir í kirkjum til að tryggja öryggi þeirra og dýrmætra kirkjugripa sem þar eiga heima. Meira »

Víða góð spretta en beðið eftir þurrki

07:57 „Háin sem er seinni vöxtur grassins sprettur vel en það var svolítill kyrkingur í grasinu í vor vegna þurrka. Það er heilmikil spretta á seinni slættinum og mér sýnist allt líta mjög vel út þar sem ég fer um,“ segir Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur hjá Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins, og bóndi á Birnustöðum á Skeiðum á Suðurlandi. Meira »

Hæg norðaustlæg átt og hlýjast á Suðurlandi

07:12 Hæg norðaustlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag og víðast hvar skýjað, en léttskýjað norðvestan til og lítils háttar væta á landinu austanverðu. Það léttir heldur til sunnanlands er líður á daginn, en þó má búast við skúrum síðdegis þar. Meira »

Var að reykja fisk yfir opnum eldi

06:35 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt í gærkvöldi um erlendan karlmann sem var með eld í nágrenni vinnubúða í Mosfellsbæ. Eldinn var maðurinn að nota til að elda og reykja fisk og segir í dagbók lögreglu að maðurinn hafi verið búinn að koma sér upp hinni „fínustu aðstöðu utan við vinnubúðirnar“. Meira »

Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu

05:30 Ekki er tilefni til að efna til atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokks vegna þriðja orkupakkans miðað við inntak málsins og eðli þess, að mati Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Meira »

Lokað vegna lagfæringa á Laugavegi

05:30 Sumarið er gjarnan tími framkvæmda utandyra í borgarlandinu og þá er góðviðri nýtt til þess að lagfæra ýmislegt og viðhalda öðru, til dæmis malbika götur og sinna gróðri. Meira »

Fjórfaldur íbúafjöldi heimsótti bæinn

05:30 Heldur fjölgaði í Grundarfirði í gær þegar þrjú skemmtiferðaskip heimsóttu bæinn. Aldrei áður hafa jafn mörg skemmtiferðaskip komið til Grundarfjarðar á einum og sama deginum. Meira »

Fer fækkandi í Reykjavík

05:30 Íslenskum ríkisborgurum sem búa í Reykjavíkurborg fækkaði um u.þ.b. þúsund á árunum 2016 til 2019, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á fyrsta ársfjórðungi þessara ára. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum í borginni um u.þ.b. 7.600. Meira »

Landselir sóla sig á Löngufjörum

05:30 Fjöldi landsela lá á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn var og sólaði sig í sumarblíðunni.   Meira »

Algengt að vottorð séu véfengd

05:30 Algengt er að lögreglustjórar véfengi starfshæfnivottorð starfsmanna sem snúa aftur vegna veikinda og fái trúnaðarlækna til að endurmeta starfshæfni þeirra. Meira »

Keyptu veiðijarðir við Búðardalsá

05:30 Svissneskir fjárfestar hafa á síðustu árum keypt þrjár jarðir við Búðardalsá á Skarðsströnd. Með kaupunum deila þeir jöfnum atkvæðisrétti í ánni með íslenskum landeigendum á svæðinu. Meira »

Manninum bjargað af syllunni

Í gær, 23:48 Göngumanninum, sem setið hafði fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi frá klukkan 18 í dag, hefur verið bjargað úr sjálfheldunni. Meira »

Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 23:05 Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meira »
HEIMILISTÆKI
Til sölu lítið notuð uppþvotta vél 45 sm. breið Uppl. í síma 892-1525...
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...