Hiti fyrri hluta júnímánaðar yfir meðaltali síðustu ára

Sólskinsstundir í Reykjavík hafa aldrei verið fleiri.
Sólskinsstundir í Reykjavík hafa aldrei verið fleiri. mbl.is/Árni Sæberg

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu 15 daga júnímánaðar var 10 stig sem er 1,4 stigum ofan meðallags sömu daga árin 1961-1990 og +0,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Þetta kemur fram í færslu Trausta Jónssonar veðurfræðings.

„Meðalhitinn er í 11. hlýjasta sæti sömu daga (af 19) á öldinni. Þeir voru hlýjastir 2002, meðalhiti +12,0 stig, en kaldastir 2001, meðalhiti þá 7,6 stig. Á langa listanum er meðalhitinn í 17. sæti (af 145), á honum er það líka 2002 sem er í efsta sætinu, en 1885 í því neðsta. Meðalhiti dagana 15 var þá aðeins 5,8 stig,“ ritar Trausti.

Úrkoma í Reykjavík hefur einnig verið mjög lítil og mælst aðeins 2,7 mm sem er það næstminnsta í fyrri hluti júní á öldinni. Árið 2012 var þurrara og vitað er um 7 þurrari júníbyrjanir áður, þurrasta 1971, en þá höfðu aðeins 0,2 mm mælst þann 15. júní.

Kaldara fyrir norðan

Mun kaldara hefur verið fyrir norðan og hefur meðalhiti fyrstu 15 daga júnímánaðar á Akureyri verið 7,8 stig, -1,1 stigi neðan 1961-1990 meðaltalsins, en -1,5 neðan meðallags síðustu tíu ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »