„Ísland þorir, vill og get­ur“

Katrín Jakobsdóttir flytur ræðu sína á Austurvelli.
Katrín Jakobsdóttir flytur ræðu sína á Austurvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við núna vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi á Austurvelli nú fyrir stuttu og bætti við:

„Við munum takast á við öll veðurafbrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna.“

Hátíðardagskráin í Reykjavík hófst formlega á Austurvelli nú klukkan 11 þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Í kjölfarið flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hátíðarávarp sitt og því næst flutti Fjallkonan ljóð.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við styttuna af Jóni Sigurðssyni. ...
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við styttuna af Jóni Sigurðssyni. Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson fylgist með. mbl.is/Kristinn Magnússon
Blómsveigurinn sem var lagður við styttu Jóns Sigurðssonar.
Blómsveigurinn sem var lagður við styttu Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín ímyndaði sér að tvær manneskjur, þau Jón og Sigga frá árinu 1944, ferðuðust með tímavél til ársins 2019. Hún tók dæmi um þær gríðarlegu breytingar sem hafa átt sér stað á síðustu 75 árum.

Úr fátækt í fádæma velmegun

„Árið 1944 bjuggu einungis um 125 þúsund manns á landinu öllu. Má segja að Íslendingar stukku beint inn í nútímann nálægt lýðveldisstofnun, þegar við virkjuðum fossa, fórum að malbika vegi og smíða brýr. Iðnvæðingin sem hófst á 18. öld í nágrannalöndunum kom hingað með hvelli í byrjun 20. aldar með vélvæðingu bátaflotans og brátt varð samfélag okkar eitt hið iðnvæddasta í heiminum eftir ótrúlega hraða þróun úr sárri fátækt í fádæma velmegun,“ sagði hún og bætti við:

„Mannveran er stöðugt að breytast og þróast. Saga lýðveldisins hefur einnig verið sveiflukennd. Efnahagurinn hefur farið upp og niður eftir fiskgengd, álverði, ferðamannastraumi og regluleg góðæri og hallæri hafa einkennt hagsöguna. En okkur hefur þó miðað áfram,“ sagði Katrín og nefndi almannatryggingar, heilbrigðisstofnanir, skóla og menningu sem dæmi um þær framfarir sem hafa átt sér stað í íslensku samfélagi síðan Ísland varð að lýðveldi.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Ólafur ...
Frú Vigdís Finnbogadóttir, Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Ólafur Ragnar Grímsson voru viðstödd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki hægt að taka lýðræðinu sem gefnu

„Hart var barist fyrir sjálfstæði Íslands en þegar langt er liðið frá baráttunni getur manni orðið hætt við því að verða full makindalegur. Stundum vill gleymast að við getum ekki tekið lýðræðinu sem var innsiglað fyrir 75 árum við stofnun lýðveldisins Íslands sem gefnu,“ sagði Katrín og nefndi að stundum væri það eins og lýðræðið skorti tilgang í heimi þar sem efast sé um stjórnmálaflokka, þjóðþing og stofnanir lýðræðisins á hverjum degi.

„Þá má ekki gleyma því að rúm 80% þjóðarinnar mæta á kjörstað í þingkosningum, meira að segja þegar þær eru haldnar með árs millibili, og velja þá flokka sem eru í boði og afhenda okkur þingmönnum um leið mikla ábyrgð. Því hlutverk okkar allra er að vera fulltrúar þjóðarinnar allrar, ekki aðeins eigin kjósenda, og standa vörð um og tryggja að undirstöðustofnanir hins frjálslynda lýðræðis virki sem skyldi í þágu alls almennings og tryggi opið samfélag, vernd minnihlutahópa, mannréttindi og þrískiptingu ríkisvalds,“ bætti hún við.

Ráðherrar í ríkisstjórn Ísland voru á Austurvelli.
Ráðherrar í ríkisstjórn Ísland voru á Austurvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enginn er eyland

Katrín sagði sögu Íslands vera sögu samskipta við umheiminn og að þótt Ísland væri eyland sannaðist hið fornkveðna að enginn væri eyland.

„Frá landnámi vorum við stöðugt á ferðinni, vegna verslunar og viðskipta, vegna menningar og lista eða vegna myrkraverka sem við hrósum okkur kannski ekki af núna. Íslensk menning er afurð alþjóðlegra samskipta þó að hún sé líka einstök fyrir margra hluta sakir.

Í senn er mikilvægt að standa með sjálfum sér og gæta að því sem við eigum: landi, tungu og menningu. En líka að muna að við erum fullvalda þjóð og getum sem slík  átt samskipti við hvern sem er á jafnræðisgrundvelli,“ bætti hún við.

Þá sagði Katrín að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu en nú með gildismat þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands að leiðarljósi.

Að lokum nefndi hún að loftslagsbreytingar og tæknibreytingar ættu eftir að hafa mikil áhrif á samfélög og lýðræðið. Ávarpi Katrínar lauk með þessum orðum:

„Við Íslendingar eigum tækifæri í þeirri stöðu því rödd okkar getur verið sterk þótt við séum fámenn þjóð. Það sem við munum gera skiptir máli fyrir alþjóðasamfélagið og okkur sjálf. Það sem gerum skiptir máli fyrir okkur sem hér stöndum en líka fyrir komandi kynslóðir. Sýnum því heiminum að Ísland þorir, vill og getur.“

Ræðu Katrínar í heild sinni má lesa hér.

Aldís Amah Hamilton stóð sig vel í hlutverki Fjallkonunnar.
Aldís Amah Hamilton stóð sig vel í hlutverki Fjallkonunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bubbi Morthens ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Bubbi orti ljóðið ...
Bubbi Morthens ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Bubbi orti ljóðið sem Fjallkonan fór með í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Eftir stendur að vextir hækka á alla

12:58 Vextir á verðtryggðum námslánum hefðu verið 4,5% fyrir áratug, ef fyrirhugað námslánakerfi, sem menntamálaráðherra hefur lagt fram, hefði verið við lýði. Þess í stað eru vextirnir 1%. Á þetta er bent í umsögn stúdentaráðs um frumvarpið, sem send var mbl.is. Meira »

Allt öðruvísi en árið 2006

12:09 Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir að allt annað hafi verið uppi á teningnum síðast þegar kerskála þrjú var lokað í álverinu í Straumsvík árið 2006 heldur en núna. Meira »

Vinnueftirlitið fylgist með framvindunni

10:35 Starfsmaður Vinnueftirlitsins sem hefur eftirlit með álverinu í Straumsvík hafði samband við álverið í gær eftir að svokallaður ljósbogi myndaðist þar í fyrradag. „Við erum að fá upplýsingar frá þeim um hver staðan er,“ segir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins. Meira »

Fyrst kvenna til að synda Eyjasund

10:24 Sigrún Þuríður Geirsdóttir varð í nótt fyrsta konan til að synda svokallað Eyjasund, þ.e. leiðina frá Vestmannaeyjum og yfir á Landeyjasand. Sigrún hóf sundið frá Eiðinu í Heimaey og tók land á Landeyjasandi fjórum klukkustundum og 31 mínútu síðar. Meira »

Ógnuðu húsráðendum með eggvopni

10:20 Tveir karlmenn voru handteknir af lögreglunni á Austurlandi í gær, grunaðir um að hafa farið inn í hús á ótilgreindum stað í umdæminu snemma í gærmorgun og ógnað húsráðendum með eggvopni. Einn húsráðenda hlaut smávægilega áverka, þó ekki eftir eggvopnið. Meira »

Rann 300 metra niður Hvannárgil

08:59 Það var göngumanninum, sem sat fastur á syllu í Hvannárgili fyrir neðan Goðahraun á Fimmvörðuhálsi, til happs að renna ofan í sprungu fulla af snjó. Það var til þess að hann staðnæmdist og ef ekki hefði verið fyrir snjóinn er ómögulegt að segja til um hversu langt hann hefði runnið niður gilið. Meira »

Hafa ásælst dýrmæta kirkjugripi

08:37 Fremur en að söfn ásælist kirkjugripi til að tryggja varðveislu þeirra ættu ráðamenn að beita sér fyrir því að kirkjan fái þá fjármuni sem henni ber. Þannig geti hún bætt eld- og þjófavarnir í kirkjum til að tryggja öryggi þeirra og dýrmætra kirkjugripa sem þar eiga heima. Meira »

Víða góð spretta en beðið eftir þurrki

07:57 „Háin sem er seinni vöxtur grassins sprettur vel en það var svolítill kyrkingur í grasinu í vor vegna þurrka. Það er heilmikil spretta á seinni slættinum og mér sýnist allt líta mjög vel út þar sem ég fer um,“ segir Jóna Þórunn Ragnarsdóttir, ráðunautur hjá Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins, og bóndi á Birnustöðum á Skeiðum á Suðurlandi. Meira »

Hæg norðaustlæg átt og hlýjast á Suðurlandi

07:12 Hæg norðaustlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag og víðast hvar skýjað, en léttskýjað norðvestan til og lítils háttar væta á landinu austanverðu. Það léttir heldur til sunnanlands er líður á daginn, en þó má búast við skúrum síðdegis þar. Meira »

Var að reykja fisk yfir opnum eldi

06:35 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt í gærkvöldi um erlendan karlmann sem var með eld í nágrenni vinnubúða í Mosfellsbæ. Eldinn var maðurinn að nota til að elda og reykja fisk og segir í dagbók lögreglu að maðurinn hafi verið búinn að koma sér upp hinni „fínustu aðstöðu utan við vinnubúðirnar“. Meira »

Ekki tilefni til atkvæðagreiðslu

05:30 Ekki er tilefni til að efna til atkvæðagreiðslu meðal flokksmanna Sjálfstæðisflokks vegna þriðja orkupakkans miðað við inntak málsins og eðli þess, að mati Birgis Ármannssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks. Meira »

Lokað vegna lagfæringa á Laugavegi

05:30 Sumarið er gjarnan tími framkvæmda utandyra í borgarlandinu og þá er góðviðri nýtt til þess að lagfæra ýmislegt og viðhalda öðru, til dæmis malbika götur og sinna gróðri. Meira »

Fjórfaldur íbúafjöldi heimsótti bæinn

05:30 Heldur fjölgaði í Grundarfirði í gær þegar þrjú skemmtiferðaskip heimsóttu bæinn. Aldrei áður hafa jafn mörg skemmtiferðaskip komið til Grundarfjarðar á einum og sama deginum. Meira »

Fer fækkandi í Reykjavík

05:30 Íslenskum ríkisborgurum sem búa í Reykjavíkurborg fækkaði um u.þ.b. þúsund á árunum 2016 til 2019, að því er fram kemur í tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda á fyrsta ársfjórðungi þessara ára. Á sama tíma fjölgaði erlendum ríkisborgurum í borginni um u.þ.b. 7.600. Meira »

Landselir sóla sig á Löngufjörum

05:30 Fjöldi landsela lá á Löngufjörum á sunnanverðu Snæfellsnesi á laugardaginn var og sólaði sig í sumarblíðunni.   Meira »

Algengt að vottorð séu véfengd

05:30 Algengt er að lögreglustjórar véfengi starfshæfnivottorð starfsmanna sem snúa aftur vegna veikinda og fái trúnaðarlækna til að endurmeta starfshæfni þeirra. Meira »

Keyptu veiðijarðir við Búðardalsá

05:30 Svissneskir fjárfestar hafa á síðustu árum keypt þrjár jarðir við Búðardalsá á Skarðsströnd. Með kaupunum deila þeir jöfnum atkvæðisrétti í ánni með íslenskum landeigendum á svæðinu. Meira »

Manninum bjargað af syllunni

Í gær, 23:48 Göngumanninum, sem setið hafði fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi frá klukkan 18 í dag, hefur verið bjargað úr sjálfheldunni. Meira »

Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 23:05 Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meira »
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...