„Ísland þorir, vill og get­ur“

Katrín Jakobsdóttir flytur ræðu sína á Austurvelli.
Katrín Jakobsdóttir flytur ræðu sína á Austurvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þó að nú blási nokkuð á móti í efnahagslífinu erum við núna vel í stakk búin til að takast á við smá stinningskalda. Árin frá hruni hafa nýst til að undirbyggja hagstjórnina, greiða niður skuldir og byggja upp innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ávarpi á Austurvelli nú fyrir stuttu og bætti við:

„Við munum takast á við öll veðurafbrigði með samstöðu og trú á framtíðina, eins og við höfum gert alla lýðveldissöguna.“

Hátíðardagskráin í Reykjavík hófst formlega á Austurvelli nú klukkan 11 þegar forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands lagði blómsveig að styttu Jóns Sigurðssonar. Í kjölfarið flutti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hátíðarávarp sitt og því næst flutti Fjallkonan ljóð.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við styttuna af Jóni Sigurðssyni. ...
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við styttuna af Jóni Sigurðssyni. Fyrrverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson fylgist með. mbl.is/Kristinn Magnússon
Blómsveigurinn sem var lagður við styttu Jóns Sigurðssonar.
Blómsveigurinn sem var lagður við styttu Jóns Sigurðssonar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín ímyndaði sér að tvær manneskjur, þau Jón og Sigga frá árinu 1944, ferðuðust með tímavél til ársins 2019. Hún tók dæmi um þær gríðarlegu breytingar sem hafa átt sér stað á síðustu 75 árum.

Úr fátækt í fádæma velmegun

„Árið 1944 bjuggu einungis um 125 þúsund manns á landinu öllu. Má segja að Íslendingar stukku beint inn í nútímann nálægt lýðveldisstofnun, þegar við virkjuðum fossa, fórum að malbika vegi og smíða brýr. Iðnvæðingin sem hófst á 18. öld í nágrannalöndunum kom hingað með hvelli í byrjun 20. aldar með vélvæðingu bátaflotans og brátt varð samfélag okkar eitt hið iðnvæddasta í heiminum eftir ótrúlega hraða þróun úr sárri fátækt í fádæma velmegun,“ sagði hún og bætti við:

„Mannveran er stöðugt að breytast og þróast. Saga lýðveldisins hefur einnig verið sveiflukennd. Efnahagurinn hefur farið upp og niður eftir fiskgengd, álverði, ferðamannastraumi og regluleg góðæri og hallæri hafa einkennt hagsöguna. En okkur hefur þó miðað áfram,“ sagði Katrín og nefndi almannatryggingar, heilbrigðisstofnanir, skóla og menningu sem dæmi um þær framfarir sem hafa átt sér stað í íslensku samfélagi síðan Ísland varð að lýðveldi.

Frú Vigdís Finnbogadóttir, Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Ólafur ...
Frú Vigdís Finnbogadóttir, Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Ólafur Ragnar Grímsson voru viðstödd. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ekki hægt að taka lýðræðinu sem gefnu

„Hart var barist fyrir sjálfstæði Íslands en þegar langt er liðið frá baráttunni getur manni orðið hætt við því að verða full makindalegur. Stundum vill gleymast að við getum ekki tekið lýðræðinu sem var innsiglað fyrir 75 árum við stofnun lýðveldisins Íslands sem gefnu,“ sagði Katrín og nefndi að stundum væri það eins og lýðræðið skorti tilgang í heimi þar sem efast sé um stjórnmálaflokka, þjóðþing og stofnanir lýðræðisins á hverjum degi.

„Þá má ekki gleyma því að rúm 80% þjóðarinnar mæta á kjörstað í þingkosningum, meira að segja þegar þær eru haldnar með árs millibili, og velja þá flokka sem eru í boði og afhenda okkur þingmönnum um leið mikla ábyrgð. Því hlutverk okkar allra er að vera fulltrúar þjóðarinnar allrar, ekki aðeins eigin kjósenda, og standa vörð um og tryggja að undirstöðustofnanir hins frjálslynda lýðræðis virki sem skyldi í þágu alls almennings og tryggi opið samfélag, vernd minnihlutahópa, mannréttindi og þrískiptingu ríkisvalds,“ bætti hún við.

Ráðherrar í ríkisstjórn Ísland voru á Austurvelli.
Ráðherrar í ríkisstjórn Ísland voru á Austurvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enginn er eyland

Katrín sagði sögu Íslands vera sögu samskipta við umheiminn og að þótt Ísland væri eyland sannaðist hið fornkveðna að enginn væri eyland.

„Frá landnámi vorum við stöðugt á ferðinni, vegna verslunar og viðskipta, vegna menningar og lista eða vegna myrkraverka sem við hrósum okkur kannski ekki af núna. Íslensk menning er afurð alþjóðlegra samskipta þó að hún sé líka einstök fyrir margra hluta sakir.

Í senn er mikilvægt að standa með sjálfum sér og gæta að því sem við eigum: landi, tungu og menningu. En líka að muna að við erum fullvalda þjóð og getum sem slík  átt samskipti við hvern sem er á jafnræðisgrundvelli,“ bætti hún við.

Þá sagði Katrín að sjaldan hafi verið mikilvægara að standa með fullveldinu og lýðræðinu en nú með gildismat þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði Íslands að leiðarljósi.

Að lokum nefndi hún að loftslagsbreytingar og tæknibreytingar ættu eftir að hafa mikil áhrif á samfélög og lýðræðið. Ávarpi Katrínar lauk með þessum orðum:

„Við Íslendingar eigum tækifæri í þeirri stöðu því rödd okkar getur verið sterk þótt við séum fámenn þjóð. Það sem við munum gera skiptir máli fyrir alþjóðasamfélagið og okkur sjálf. Það sem gerum skiptir máli fyrir okkur sem hér stöndum en líka fyrir komandi kynslóðir. Sýnum því heiminum að Ísland þorir, vill og getur.“

Ræðu Katrínar í heild sinni má lesa hér.

Aldís Amah Hamilton stóð sig vel í hlutverki Fjallkonunnar.
Aldís Amah Hamilton stóð sig vel í hlutverki Fjallkonunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bubbi Morthens ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Bubbi orti ljóðið ...
Bubbi Morthens ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Hafsteinsdóttur. Bubbi orti ljóðið sem Fjallkonan fór með í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Innlent »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Gunnar í varðhaldi til 11. september

14:30 Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

14:25 Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn. Meira »

Stofna nýjan umhverfisflokk

14:00 Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir eitthvað,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn. Meira »

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

13:53 Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði. Meira »

Slasaður göngumaður við Hrafntinnusker

13:15 Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

13:10 Hvítt efni, amfetamín og kókaín, fannst í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra vinnur nú að því að vigta efnin og ganga frá þeim. Piparúða af einhverju tagi var beitt gegn lögreglu við handtökuna. Meira »

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

13:01 Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

12:14 „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

11:27 Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins. Isavia telur „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað. Meira »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »
Vatnsaflstúrbínur -Rafalar-Lokar
Útvegum allar stærðir af túrbínum rafölum og lokum fyrir virkjanir. Holt Véla...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...