Ók tryllitækinu á 182 km hraða

Valur Jóhann Vífilsson á fullri ferð á Chevrolet-bíl sínum á …
Valur Jóhann Vífilsson á fullri ferð á Chevrolet-bíl sínum á laugardagskvöld. mbl.is/Þorgeir

Valur Jóhann Vífilsson bar sigur úr býtum þegar keppt var í sandspyrnu á Bíladögum á Akureyri sem hafa farið fram um helgina. Hann ók tryllitæki sínu af tegundinni Chevrolet á 182 km hraða eftir 91 metra langri brautinni á aðeins 3,06 sekúndum. Þetta er mesti hraði sem hefur náðst á brautinni til þessa.

„Ég er alveg í skýjunum. Þetta var fyrsta prófið okkar og við áttum ekki von á svona góðum tíma. Þetta kom okkur jafnmikið á óvart og öðrum en það er gaman að fá að taka þátt í þessu. Þetta er ekkert smá „aksjón“,“ segir Valur, sem hefur áratugareynslu að baki í akstursíþróttum.

Bíllinn brennir alkóhóli og er því umhverfisvænn. Hann er 516 cc, 237 tommu langur og 930 kílógrömm. Hann var keyptur notaður í fyrra en búið er að gera endurbætur á vélinni.

Spurður nánar út í ógnarhraðann sem hann var á, 182 km á klukkustund, segir Valur: „Það er náttúrulega helvíti gott á 91 metra í sandi. Þetta eru sléttar þrjár sekúndur og núll í hundrað-tíminn er 1,3. Það er ekki slæmt í mjög lausum sandi.“

Áfram verður keppt á bílnum í sumar, bæði á kvartmílubrautum og í sandspyrnu og mun Harry Þór Hólmgeirsson, eigandi bílsins, aka honum í kvartmílunni.

Frá keppninni í sandspyrnu á laugardaginn.
Frá keppninni í sandspyrnu á laugardaginn. mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
Frá götuspyrnunni sem keppt var í á Bíladögum í gær.
Frá götuspyrnunni sem keppt var í á Bíladögum í gær. mbl.is/Þorgeir
Frá götuspyrnunni í gær.
Frá götuspyrnunni í gær. mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is/Þorgeir
mbl.is