Rigning eða skúrir síðdegis

Kort/mbl.is

Á þjóðhátíðardegi Íslendinga er spáð norðan 5 til 13 metrum á sekúndu með morgninum. Skýjað verður og úrkomulítið norðan- og austanlands og verður hiti á bilinu 7 til 13 stig.

Bjart verður með köflum um sunnanvert landið þegar líður á daginn með hita allt að 20 stigum. Allvíða verða rigning eða skúrir síðdegis en þurrt að kalla vestanlands og bætir í vind þar. Kólnandi veður.

Á morgun verða norðan 5 til 13 metrar á sekúndu og rigning fyrir norðan, skúrir syðra en áfram þurrt vestanlands. Hiti verður á bilinu 4 til 14 stig, svalast fyrir norðan.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert