Slökkvilið loftræsti grænlenskan togara

Skipið sést í vefmyndavél Faxaflóahafna.
Skipið sést í vefmyndavél Faxaflóahafna. Ljósmynd/Faxaflóahafnir

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að höfninni í Skarfagarði í Reykjavík um klukkan níu í morgun. Þar hafði grænlenskur fiskibátur lagt að landi og beðið um aðstoð við að loftræsta, en ammoníak hafði lekið í bátnum.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu tók loftræsting um tvær klukkustundir, en báturinn liggur enn við land í Skarfagörðum og má sjá á vefmyndavél Faxaflóahafna.

Mikill erill hefur verið í sjúkraflutningum hjá slökkviliðinu í morgun og hefur það farið í nokkur útköll niður í miðbæ Reykjavíkur, til að mynda eitt í Hólavallagarði við Suðurgötu í morgun, sem mbl.is greindi frá fyrr í dag.

mbl.is