Áfram óvissustig vegna hættu á gróðureldum

Frá æfingu slökkviliðs í Skorradal fyrir helgi.
Frá æfingu slökkviliðs í Skorradal fyrir helgi. Ljósmynd/Pétur Davíðsson

Óvissustig almannavarna er enn í gildi á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum og því er brýnt að fara mjög varlega með eld á svæðinu.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Lýst var yfir óvissustigi almannavarna 11. júní vegna langvarandi þurrka á svæðinu og er það ítrekað.

Veðurstofan Íslands sér ekki úrkomu í veðurspám á svæðinu næstu viku, en áframhaldandi hlýindi. Veðurstofan fylgist vel með í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögregluna á Vesturlandi.

mbl.is