Fyrsta skrefið í átt að „drauminum“

Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir virða ...
Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir virða fyrir sér grjót sem eitt sinn var koltvísýringur við undirritun yfirlýsingunnar. mbl.is/​Hari

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirlýsingu stjórnvalda, fyrirtækja í stóriðju og Orkuveitu Reykjavíkur vekja með sér bjartsýni og vera mikilvægt skref í átt að kolefnishlutleysi Íslands. Hún segir valið á milli losunarkvóta eða kolefnisjöfnunar vera að hverfa, enda sé kostnaðurinn sá sami og tíminn til aðgerða í loftlagsmálum naumur.

„Yfirlýsingin snýst um það að við tökum höndum saman með stóriðjunni og Orkuveitu Reykjavíkur og forgangsröðum fjármunum í rannsóknir og tækniþróun, meðal annars í þágu loftlagsmála. Við viljum þá leggja okkar að mörkum svo að það megi flýta þeirri nauðsynlegu tækniþróun sem þarf að fara fram þannig að við komumst að því hvort að stóriðjan geti nýtt sér þessa tækni sem OR hefur verið að kynna,“ segir Katrín.

Risastórt skref af hálfu stóriðjunnar

Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni verður rann­sakað til hlít­ar hvort að Car­bFix, eða gas í grjót aðferðin, geti orðið tækni­lega og fjár­hags­lega raun­hæf­ur kost­ur til þess að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings frá stóriðju á ís­landi. Þá munu fyr­ir­tæk­in sem að yf­ir­lýs­ing­unni standa, leita leiða til að verða kol­efn­is­hlut­laus árið 2040, líkt og Hell­is­heiðar­virkj­un mun verða fyrst allra virkj­ana í heimi á næstu árum, en þar hefur CarbFix aðferðinni verið beitt til kolefnisjöfnunar síðastliðin fimm ár.

„Við vitum að það eru ákveðnar spurningar sem þarf að svara, til dæmis hvað varðar gæði jarðvegs og annað, en við teljum að þetta sé auðvitað risastórt skref af hálfu stóriðjunnar og stjórnvalda til þess að halda áfram á þessari leið til kolefnishlutleysis. Við viljum í raun og veru setja miklu meiri kraft í að ýta þessari þróun áfram. Tíminn er naumur,“ segir Katrín.

Snýst fyrst og fremst um forgangsröðun 

Aðspurð segir Katrín verkefnið ekki fela í sér aukinn kostnað fyrir stjórnvöld heldur fremur snúast um forgangsröðun og að loftlagsváin sé þar eðli máls samkvæmt ofarlega á lista.

„Þetta snýst frekar um forgangsröðun fjármuna en aukningu og ég held að það sé góður samhljómur um það. Við höfum til að mynda verið að ræða hvaða samfélagslegu áskoranir við viljum leggja áherslu á þegar við erum að tala um okkar rannsóknarfé og þar eru loftlagsmálin mjög ofarlega, ásamt auðvitað tungutækninni. Svo kallar þetta einnig á samstarf á alþjóðavettvangi. Með því að fullreyna þessa aðferð finnst okkur mikilvægt að við vinnum að því erlendis að þetta verði metið inn í þessi losunarmál.“

Skrifað undir yfirlýsinguna.
Skrifað undir yfirlýsinguna. mbl.is/​Hari

Katrín tekur undir orð Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, um að það sé borðliggjandi fyrir fyrirtæki í stóriðju að leggja frekar fjármagn í kolefnisjöfnun og -bindingu en losunarkvóta, sérstaklega þar sem CarbFix aðferðin er afar hagkvæm og kostar ekki meira en losunarkvóti fyrir hvert tonn af koltvísýring.

„Mér finnst það mjög góð spurning ef þú getur valið um að kaupa þér losunarkvóta eða nýta sama fé í að draga úr mengun, þá auðvitað dregur þú úr mengun og í rauninni fer að verða ekkert val um annað. Þetta er allt sama andrúmsloftið.“

Draumurinn að verða kolefnishlutlaus 

Við undirritun yfirlýsingarinnar sagði Bjarni að Hellisheiðarvirkjun yrði á næstu árum fyrsta jarðhitavirkjun í heimi til að kolefnisjafna sig að fullu og verða alveg sporlaus. Katrín segir það að sjálfsögðu vera æðsta takmarkið að stóriðjan öll verði kolefnishlutlaus árið 2040, en tekur undir orð Bjarna um að mikilvægt sé að taka eitt skref í einu og að yfirlýsingin í dag sé með sanni stórt og jákvætt skref.

„Það er draumur, og það er ennþá draumurinn. En til að byrja með er ég ánægð með þennan áhuga atvinnulífsins úr öllum áttum á að koma inn í þetta verkefni af fullum krafti.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, tekur undir mikilvægi yfirlýsingarinnar í Facebook-færslu sinni í dag, en hann var á meðal þeirra ráðherra sem undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd stjórnvalda.

Segir Guðmundur það vera lykilatriði að fá fyrirtækin sem losi mest af gróðurhúsalofttegundum hér á landi með stjórnvöldum í lið gegn loftlagsvánni ef markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland eigi að nást fyrir árið 2040.

„Í dag tókum við fyrsta skrefið á þeirri vegferð,“ sagði Guðmundur í færslu sinni. 


 

mbl.is

Innlent »

Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Grafarvoginn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »

Tvö útköll TF-GRO í gær

05:54 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. Meira »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

05:30 Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

444 hælisumsóknir borist á þessu ári

05:30 Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Meira »

Andlát: Steinar Farestveit

05:30 Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverkfræðingur Stokkhólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri.   Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...