Fyrsta skrefið í átt að „drauminum“

Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir virða ...
Katrín Jakobsdóttir, Lilja Alfreðsdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir virða fyrir sér grjót sem eitt sinn var koltvísýringur við undirritun yfirlýsingunnar. mbl.is/​Hari

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirlýsingu stjórnvalda, fyrirtækja í stóriðju og Orkuveitu Reykjavíkur vekja með sér bjartsýni og vera mikilvægt skref í átt að kolefnishlutleysi Íslands. Hún segir valið á milli losunarkvóta eða kolefnisjöfnunar vera að hverfa, enda sé kostnaðurinn sá sami og tíminn til aðgerða í loftlagsmálum naumur.

„Yfirlýsingin snýst um það að við tökum höndum saman með stóriðjunni og Orkuveitu Reykjavíkur og forgangsröðum fjármunum í rannsóknir og tækniþróun, meðal annars í þágu loftlagsmála. Við viljum þá leggja okkar að mörkum svo að það megi flýta þeirri nauðsynlegu tækniþróun sem þarf að fara fram þannig að við komumst að því hvort að stóriðjan geti nýtt sér þessa tækni sem OR hefur verið að kynna,“ segir Katrín.

Risastórt skref af hálfu stóriðjunnar

Sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ing­unni verður rann­sakað til hlít­ar hvort að Car­bFix, eða gas í grjót aðferðin, geti orðið tækni­lega og fjár­hags­lega raun­hæf­ur kost­ur til þess að draga úr los­un kolt­ví­sýr­ings frá stóriðju á ís­landi. Þá munu fyr­ir­tæk­in sem að yf­ir­lýs­ing­unni standa, leita leiða til að verða kol­efn­is­hlut­laus árið 2040, líkt og Hell­is­heiðar­virkj­un mun verða fyrst allra virkj­ana í heimi á næstu árum, en þar hefur CarbFix aðferðinni verið beitt til kolefnisjöfnunar síðastliðin fimm ár.

„Við vitum að það eru ákveðnar spurningar sem þarf að svara, til dæmis hvað varðar gæði jarðvegs og annað, en við teljum að þetta sé auðvitað risastórt skref af hálfu stóriðjunnar og stjórnvalda til þess að halda áfram á þessari leið til kolefnishlutleysis. Við viljum í raun og veru setja miklu meiri kraft í að ýta þessari þróun áfram. Tíminn er naumur,“ segir Katrín.

Snýst fyrst og fremst um forgangsröðun 

Aðspurð segir Katrín verkefnið ekki fela í sér aukinn kostnað fyrir stjórnvöld heldur fremur snúast um forgangsröðun og að loftlagsváin sé þar eðli máls samkvæmt ofarlega á lista.

„Þetta snýst frekar um forgangsröðun fjármuna en aukningu og ég held að það sé góður samhljómur um það. Við höfum til að mynda verið að ræða hvaða samfélagslegu áskoranir við viljum leggja áherslu á þegar við erum að tala um okkar rannsóknarfé og þar eru loftlagsmálin mjög ofarlega, ásamt auðvitað tungutækninni. Svo kallar þetta einnig á samstarf á alþjóðavettvangi. Með því að fullreyna þessa aðferð finnst okkur mikilvægt að við vinnum að því erlendis að þetta verði metið inn í þessi losunarmál.“

Skrifað undir yfirlýsinguna.
Skrifað undir yfirlýsinguna. mbl.is/​Hari

Katrín tekur undir orð Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, um að það sé borðliggjandi fyrir fyrirtæki í stóriðju að leggja frekar fjármagn í kolefnisjöfnun og -bindingu en losunarkvóta, sérstaklega þar sem CarbFix aðferðin er afar hagkvæm og kostar ekki meira en losunarkvóti fyrir hvert tonn af koltvísýring.

„Mér finnst það mjög góð spurning ef þú getur valið um að kaupa þér losunarkvóta eða nýta sama fé í að draga úr mengun, þá auðvitað dregur þú úr mengun og í rauninni fer að verða ekkert val um annað. Þetta er allt sama andrúmsloftið.“

Draumurinn að verða kolefnishlutlaus 

Við undirritun yfirlýsingarinnar sagði Bjarni að Hellisheiðarvirkjun yrði á næstu árum fyrsta jarðhitavirkjun í heimi til að kolefnisjafna sig að fullu og verða alveg sporlaus. Katrín segir það að sjálfsögðu vera æðsta takmarkið að stóriðjan öll verði kolefnishlutlaus árið 2040, en tekur undir orð Bjarna um að mikilvægt sé að taka eitt skref í einu og að yfirlýsingin í dag sé með sanni stórt og jákvætt skref.

„Það er draumur, og það er ennþá draumurinn. En til að byrja með er ég ánægð með þennan áhuga atvinnulífsins úr öllum áttum á að koma inn í þetta verkefni af fullum krafti.“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, tekur undir mikilvægi yfirlýsingarinnar í Facebook-færslu sinni í dag, en hann var á meðal þeirra ráðherra sem undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd stjórnvalda.

Segir Guðmundur það vera lykilatriði að fá fyrirtækin sem losi mest af gróðurhúsalofttegundum hér á landi með stjórnvöldum í lið gegn loftlagsvánni ef markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland eigi að nást fyrir árið 2040.

„Í dag tókum við fyrsta skrefið á þeirri vegferð,“ sagði Guðmundur í færslu sinni. 


 

mbl.is

Innlent »

Eiga svefnstað á Laugarnestanga

08:40 Útigangsfólk hefur búið sér svefnstað á Laugarnestanga í Reykjavík og heldur sig þar um nætur. Þessir næturstaðir í borginni hafa reyndar verið fleiri, má þar nefna rjóður við Klambratún, Öskjuhlíðina og Örfirisey. Meira »

Drónar fundu áður óþekktar minjar

07:57 Íslenskir fornleifafræðingar eru nú farnir að nota dróna með góðum árangri við rannsóknir sínar. Rannsókn, sem framkvæmd var sumarið og haustið 2018, leiddi í ljós nokkrar áður óþekktar minjar í Þjórsárdal sem þó er ein mest rannsakaða eyðibyggð hér á landi. Meira »

Lengsta skip sem hingað hefur komið

07:37 Sögulegur viðburður verður á morgun, föstudaginn 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur í fyrsta sinn farþegaskipið Queen Mary 2. Meira »

Ekið á mann á vespu

07:35 Ekið var á mann á vespu við Fitjatorg í Reykjanesbæ um sjöleytið í morgun. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum slapp sá sem var á vespunni svo gott sem ómeiddur frá óhappinu, en einhverjar skemmdir urðu á vespunni. Meira »

Bjart með köflum og allt að 20 stiga hiti

07:26 Norðaustlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag. Búast má við rigningu á landinu austanverðu, en bjart verður með köflum og þurrt að kalla sunnan- og vestanlands. Hiti verður víða á bilinu 12 til 20 stig, en 8 til 12 stig við austurströndina. Meira »

Handtekinn grunaður um vændiskaup

07:13 Slagsmál og grunur um vændiskaup voru meðal verkefna næturinnar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.  Meira »

Hellisheiði lokað vegna malbikunarframkvæmda

06:13 Lokað hefur verið fyr­ir bílaum­ferð um Hell­is­heiði í átt til vest­urs á milli Hvera­gerðis og af­leggj­ara að Hell­is­heiðar­virkj­un vegna mal­bik­un­ar­fram­kvæmda. Þeirri um­ferð verður beint um Þrengslaveg. Hins veg­ar verður opið fyr­ir um­ferð til aust­urs. Meira »

Orkupakkinn takmörkun á fullveldi

05:30 Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa. Meira »

Vonast eftir frumvarpi um jarðakaup í haust

05:30 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust. Meira »

Kökur til fjármögnunar slysavörnum

05:30 „Slysavarnadeildirnar um allt land fjármagna forvarnarstarfið með því að selja kökur og sjá um erfidrykkjur,“ segir Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, en félagið hefur í sjálfboðavinnu unnið að 170 slysavarnarverkefnum á 34 þéttbýliskjörnum á landinu. Meira »

Ósætti vegna breytinga á endurgreiðslukerfinu

05:30 „Við munum beita okkur af öllum krafti á móti þessu,“ segir Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, um tillögur að breytingu á lögum um endurgreiðslu ríkisins á kostnaði við kvikmyndagerð hér á landi. „Þetta er ein stór þversögn,“ segir hann. Meira »

Um 60 kílóum af mat hent daglega

05:30 Matarsóun á hjúkrunarheimilinu Eir á átta dögum nam 59,7 kg á dag að meðaltali. Sóun á heimilinu yfir átta daga tímabil var könnuð og fóru 358,3 kg af mat til spillis. Meira »

Andlát: Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir

05:30 Hanna Sigríður Hofsdal Karlsdóttir lést á Landspítalanum 11. júlí, 88 ára að aldri.   Meira »

Íhuga ítarlegri úttekt á Póstinum

05:30 Leynd hvílir yfir kaupvirði þriggja dótturfélaga Íslandspósts, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.   Meira »

Eru alltaf á vaktinni

05:30 „Það þarf að endurskoða kerfið alveg frá grunni,“ sagði Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, um þjónustusamninga Matvælastofnunar (MAST) við dýralækna í dreifðum byggðum. Meira »

Fá ekki að skrá sig sem foreldra

00:07 Mannréttindadómstóll Evrópu samþykkti í vikunni að taka til efnismeðferðar mál tveggja íslenskra kvenna, sem Hæstiréttur hafnaði að skrá sem foreldra drengs. Meira »

Eldur í loftpressu í íþróttahúsi

Í gær, 23:10 Eldur kviknaði í loftpressu í kjallara íþróttamiðstöðvar í Vestmannaeyjum á áttunda tímanum í kvöld. Starfsmenn höfðu snör handtök og náðu að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Töluverður reykur hafði náð að berast í sundlaugarsal og því var reykræst. Tjónið var minni háttar. Meira »

„Sem betur fer sleppur konan“

Í gær, 21:14 „Betur fór en á horfðist þegar mannlaus bifreið rann af athafnasvæði í Súðarvogi. Bifreiðin lenti næstum á hjólareiðamanni áður en bifreiðin lenti á vegg.“ Þannig hljómar Facebook-færsla Búa Baldvinssonar kvikmyndagerðarmanns en litlu munaði að slys yrði á vinnusvæði við Súðarvog í dag. Meira »

Lokað fyrir umferð í aðra átt á Hellisheiði

Í gær, 21:00 Lokað verður fyrir bílaumferð um Hellisheiði í átt til vesturs á milli Hveragerðis og afleggjara að Hellisheiðarvirkjun í fyrramálið frá kl. 6 til 22 vegna malbikunarframkvæmda. Hins vegar verður opið fyrir umferð til austurs. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...