Lækka fasteignagjöld á Ísafirði

Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs ÍSafjarðarbæjar, segir áformum lægri fasteignagjöld til …
Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs ÍSafjarðarbæjar, segir áformum lægri fasteignagjöld til þess fallin að koma til móts við hækkandi álögur á íbúa.

„Kannski verður þetta til þess að önnur sveitarfélög fari að íhuga þetta,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráð Ísafjarðarbæjar, í samtali við mbl.is um ákvörðun bæjarráðs í dag um að lækka álagningaprósentu fasteignagjalda.

„Fasteignamat hefur verið að hækka í Ísafjarðarbæ á undanförnum árum og þar afleiðandi álögur á íbúa. Við viljum koma til móts við íbúa í þessu og lækka skattheimtu á íbúana í sveitarfélaginu, við erum núna með allt í hámarki í fasteignagjöldunum,“ segir Hafdís.

Hún segir ekki endanlega ákvörðun liggja fyrir um hversu mikil lækkunin verður þar sem sú útfærsla helst í hendur við gerð fjárhagsáætlun bæjarins. „Núna vorum við bara að ákveða að við ætlum að lækka álögur.“

Þá útskýrir hún að fyrirhugað sé að lækka vatns- og frárennslisgjald. Jafnframt sé meirihlutinn einhuga um ákvörðunina.

Hafdís kveðst meðvituð um að nokkur önnur sveitarfélög hafi ákveðið að fara í sambærilegar aðgerðir til þess að koma til móts við íbúa sína, en að jafnvel fleiri gætu gert hið sama. „Það er alltaf jákvætt þegar það er hægt [að lækka álögur] og vakin er athygli á því. Við erum fyrst og fremst að hugsa um íbúana okkar, en kannski verður þetta til þess að önnur sveitarfélög sjá að við erum að taka þetta skref.“

mbl.is