„Maður á vissan hátt saknar blessaðs stríðsins“

Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir svigrúm hafa skapast til að ...
Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins segir svigrúm hafa skapast til að endurskoða orkupakkann. Hann er búinn að standa í málþófi í margar vikur. Hann þekkir báðar hliðar þess ferlis, „hafandi haft vinstrimenn í stjórnarandstöðu“ sjálfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Einhvern tímann heyrði ég sagt, og ég veit ekki hvort ég fari alveg rétt með, að málþóf væri sálin í bandarísku öldungadeildinni, án þess að ég sé að segja að þetta hafi þannig séð endilega verið málþóf hjá okkur. En það er árþúsunda hefð fyrir því að í þingstörfum hafi menn frelsi til að tjá sig lengi og ég myndi segja að í þessu tilviki hafi það skilað heilmiklum árangri,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í samtali við mbl.is í kvöld.

Sigmundur segir að ekki sé annað hægt en að gleðjast yfir þeirri niðurstöðu í þinglokasamningi flokkanna á Alþingi, að til standi að gefa svigrúm til að „skoða þetta orkupakkamál betur“. Það svigrúm verði nýtt.

Fram kom hjá mbl.is fyrr í kvöld, að afgreiðslu orkupakkamálsins yrði frestað fram í lok ágúst, samkvæmt nýundirrituðum þinglokasamningi. Greidd verða atkvæði um orkupakkamálið á sérstökum framhaldsfundi þessa löggjafarþings 2. september 2019.

„Mér líður ágætlega en alltaf þegar niðurstaða er komin eftir að mikið hefur gengið á eru blendnar tilfinningar. Maður á vissan hátt saknar blessaðs stríðsins,“ segir Sigmundur hýr í bragði, á vissan hátt sigri hrósandi. Orkupakkanum var frestað.

Hefur sjálfur haft vinstrimenn í stjórnarandstöðu

Umræður Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann slógu hvert lengdarmet á eftir öðru. Bæði er umræðan sú lengsta sem átt hefur verið um einstakt mál á þinginu, næst á eftir kemur Icesave 2010, og svo slógu Miðflokksmenn met í lengd einstakra þingfunda. Og slógu svo síðan eigin met.

Spurður hvort hann hefði verið eins sáttur með þá ítarlegu þinglegu meðferð sem orkupakkinn hefur fengið ef hann væri sjálfur í ríkisstjórn, kveðst Sigmundur hafa reynslu af hvoru tveggja. „Hafandi haft vinstrimenn í stjórnarandstöðu sem þurfa nú stundum að tjá sig mjög mikið um mál eins og þeirra er háttur, var það bara eitthvað sem maður gerði ráð fyrir að fylgdi þessu,“ segir Sigmundur. „Við létum nú samt ekki þingfundi standa hvað eftir annað fram á morgun næsta dag svo að allt leystist það nú á endanum,“ segir hann.

Sigmundur er ánægður með árangurinn en kveðst ekki hafa gert sérstakt ráð fyrir að hegðun þeirra þingmanna myndi afla Miðflokknum aukinna vinsælda, í það minnsta ekki svo á sæi í dægursveiflum fylgisins. „Auðvitað vonar maður alltaf að stuðningsmönnum fjölgi en ég gerði hins vegar aldrei ráð fyrir að þetta mál hefði þau áhrif beint. Vonandi sjá menn samt að okkur er alvara með þá stefnu sem við stöndum fyrir og við erum tilbúnir að berjast fyrir henni, líka þegar það er erfitt,“ segir Sigmundur.

Telur enn raunhæft að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína

„Mér finnst málið hafa þróast heilmikið. Margt nýtt hefur komið fram, ekki bara í umræðum í þinginu, heldur á meðan á þeim umræðum hefur staðið hafa ýmsir verið að skrifa um þetta og þeir sem hafa verið að berjast í málinu utanþings hafa dregið fram margt nýtt sem við hljótum að taka tillit til þegar við leggjum mat á þetta,“ segir Sigmundur.

Hann telur enn raunhæft að ríkisstjórnin endurskoði afstöðu sína í málinu, þar sem „umtalsverður meirihluti stuðningsmanna allra ríkisstjórnarflokkanna hefur efasemdir eða er andvígur þessum þriðja orkupakka“.

Miðflokkurinn bætti hvert met á fætur öðru í löngum ræðum ...
Miðflokkurinn bætti hvert met á fætur öðru í löngum ræðum og löngum þingfundum. Sigmundur telur erfiðið hafa borið ávöxt en hefði viljað sjá málinu komið alla leið aftur í sameiginlegu EES-nefndina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur hefði viljað sjá orkupakkanum frestað alveg fram á haust og helst að hann hefði verið sendur alla leið aftur til EES-nefndarinnar. „Hins vegar á þessi lausn að geta skilað sama árangri að miklu leyti, þar sem nú gefst þessi tími til að fara betur í gegnum þetta,“ segir hann.

Bindur vonir við að fallið kynni að vera frá gildistöku laga um ófrosið kjöt

Í samkomulaginu um þinglok felst, auk frestsins á afgreiðslu orkupakkans, ákvæði um seinkun á gildistöku laga sem heimila innflutning á ófrosnu kjöti, frá 1. nóvember 2019 til 1. janúar 2020.

Sigmundur fagnar seinkuninni. „Annars vegar er ég ánægður með gildistökufrestinn. Það munar heilmiklu um þessa mánuði, sem bætast við, því annars var þetta komið svo nálægt gildistökunni að það hefði ekki verið farið að reyna á hvort mótvægisaðgerðir svonefndar myndu virka,“ segir Sigmundur.

„Hins vegar stendur til í vinnu atvinnuveganefndar að bæta inn í nefndarálitið línum um að samráð við matvælaframleiðendur muni eiga sér stað í millitíðinni,“ segir Sigmundur. Hann bindur út frá því vonir við að það finnist ný lausn á málinu. „Það verður þá hugsanlega hægt að nýta tímann á nýju þingi til þess að falla frá gildistökunni, ef menn verða sáttir við nýju lausnina,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veist að þremur múslimakonum

06:10 Veist var að þremur múslimskum konum utandyra í Breiðholti á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Málið er í rannsókn hjá lögreglu og er hugsanlega um hatursglæp að ræða. Meira »

Bætist í jarðasafn Fljótabakka

05:30 Fljótabakki ehf., sem er íslenskt dótturfélag bandaríska ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience sem rekur m.a. ferðaþjónustuna Deplar Farm í Fljótunum, hefur keypt jörðina Atlastaði í Svarfaðardal. Meira »

Vegmerkingum ábótavant

05:30 Tafist hefur í um þrjár til fjórar vikur að vegmerkja vegarkafla á Sæbraut í Reykjavík eftir malbikunarframkvæmdir þar í júní. Meira »

Batnandi ástand og vaðandi makríll

05:30 „Almennt talað fer ástand sjávar suður af landinu batnandi,“ sagði Héðinn Valdimarsson, sviðsstjóri umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar, um helstu niðurstöður vorleiðangurs stofnunarinnar 2019. Meira »

Minna í húsnæði en hjá ESB

05:30 Árlegur kostnaður heimila hér á landi vegna húsnæðis (að undanskildum húsnæðiskaupum) er að meðaltali 22,1% heildarútgjalda.  Meira »

Segja ferðamenn ganga betur um

05:30 Nokkrir ferðaþjónustuaðilar sem Morgunblaðið ræddi við segja að erlendir ferðamenn gangi betur um en áður. Minna sé um að þeir gangi örna sinna á víðavangi og utan salerna. Meira »

Vill kaupa eyjuna Vigur í Djúpi

05:30 Skýrast ætti í næstu viku hvort verði af sölu Vigurs í Djúpi. Hugsanlegur kaupandi er útlendingur, búsettur í Evrópu, en ekki fengust nánari upplýsingar um hann. Sá kom nýlega með tilboð í eyjuna, sem síðasta árið hefur verið á söluskrá. Meira »

Rignir víða í nótt

Í gær, 23:12 Rigning er fram undan víða í nótt en þó síst með norðurströndinni. Áttin verður austlæg yfirleitt 5-10 m/s. Dregur úr úrkomu um vestanvert landið í fyrramálið en aftur rigning eða skúrir þar síðdegis. Hiti 10 til 18 stig og verður hlýjast norðaustanlands. Meira »

Hvetur til mótmæla

Í gær, 23:00 Mikið er rætt um skipulagsmál borgarinnar um þessar mundir og ekki eru allir á eitt sáttir þegar kemur að áformum um að byggja á grænum svæðum borgarinnar, skipulag miðborgarinnar og fleira í þeim dúr. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur haldið uppi gagnrýni á meirihlutann og segir þrjóskju ríkja í borgarstjórn. Meira »

Malbika Reykjanesbraut í fyrramálið

Í gær, 22:54 Stefnt er að því að malbika aðrein á mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Njarðvíkurvegar á morgun 16. júlí. Fráreininni verður lokað og þrengt að umferð við Reykjanesbraut. Viðeigandi merkingar og hjáleiðir verða settar upp. Meira »

Vilja sameina tvær stofnanir í eina

Í gær, 22:44 Lagt er til að Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun sameinist í nýja Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samhliða uppskiptingu Íbúðalánasjóðs í drögum að nýju frumvarpi. Félagsmálaráðuneyti birti í dag í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpinu. Meira »

Getur ekki gjafar á tónlistarhátíð

Í gær, 22:13 Allir kjörnir fulltrúar Reykjavíkurborgar gátu fengið aðgöngumiða á tónlistarhátíðina Secret Solstice sem fram fór í síðasta mánuði, samkvæmt samningi við Reykjavíkurborg í þeim tilgangi að uppfylla eftirlitsskyldu sína. Meira »

Býst við að smitum fjölgi ekki

Í gær, 21:30 „Ég býst við að þetta fari að fjara út í þessari viku ef allt virkar eins og maður vonast til að það geri,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir við mbl.is um E.coli-sýkingu sem hefur greinst hjá 19 börnum. Meira »

Bílaleigubílar 5% færri en í fyrra

Í gær, 21:10 Þær bílaleigur sem starfa hér á landi eru með 24.943 ökutæki í umferð, en á sama tíma í fyrra voru bílaleigubílar í umferð 26.211 talsins. Um er að ræða 5% fækkun á milli ára. Meira »

Dómari óskar eftir launuðu leyfi

Í gær, 20:17 Jón Finnbjörnsson, einn fjögurra dómara við Landsrétt sem hefur ekki sinnt dómstörfum vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, hefur óskað eftir launuðu leyfi til áramóta. Nýr dómari verður settur í hans stað. Meira »

Fluttu 6,3 tonn af rusli úr Barðsvík

Í gær, 19:30 Hreinsun Hornstranda hefur staðið yfir, vík úr vík, frá árinu 2014. Alls hafa nú 35 tonn af rusli verið fjarlægð úr sjö víkum og einungis tvær eru eftir, sem til stendur að hreinsa næsta sumar. 6,3 tonn voru flutt úr Barðsvík til Ísafjarðar í gærkvöldi. Meira »

„Við erum heppin með hópinn“

Í gær, 19:27 „Þetta lítur vel út og við erum heppin með hópinn. Þetta er jafnsterkur hópur,“ segir Sigurbjörn Bárðarson landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem kynnt var í dag. Landsliðið keppir fyrir hönd Íslands á Heimsleikum íslenska hestsins sem fram fer í Berlín 4. - 11. ágúst. Meira »

Vonast til að farþegar sitji ekki aftur eftir

Í gær, 19:07 Icelandair vonast til þess að ekki komi aftur upp atvik svipað og átti sér stað í dag þegar 39 farþegar sem áttu bókað með vél félagsins frá Manchester til Íslands urðu eftir á Bretlandseyjum. Meira »

Brottfall úr námi langmest á Íslandi

Í gær, 18:20 Hlutfall íslenskra ungmenna á aldrinum 18-24 ára sem hættu of snemma í námi á árinu 2018 var 21,5%. Það er hvergi meira í allri Evrópu, þar sem meðaltalið er 10,6%. Meira »
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...
Þýsku kerrurnar, ný sending
Fleiri myndir á Bland: https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=38248...
Hornstrandabækurnar eru svolítið sérstakar
Einn pakki af Hornstrandabókum var pantaður í morgun. „Ég vona að þú verð...
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...