Orkupakkamálið búið 2. september

Þinginu ætti að ljúka í vikunni, að sögn Birgis Ármannssonar ...
Þinginu ætti að ljúka í vikunni, að sögn Birgis Ármannssonar þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Hari

„Auðvitað felst ákveðin tilslökun í þessu gagnvart Miðflokknum, að fresta lokaþætti orkupakkamálsins fram í ágústlok en eins og er má segja að af hálfu stjórnarflokkanna er mikilvægt að losa þann hnút sem þingstörfin voru komin í,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um nýjan þinglokasamning. 

Í samkomulagi um þinglok var fallist á að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram í ágúst, fram að framhaldsfundi þessa löggjafarþings sem þá verður haldinn. Að sögn Birgis er ákveðin dagsetning á þeim þingstubbi um mánaðamót ágúst og september, þar sem orkupakkinn verður endanlega afgreiddur.

Birgir telur allar líkur á að þingið klárist að öðru leyti í þessari viku. „Ég geri ráð fyrir að umræðu um fjármálaáætlun og fjármálastefnu verði lokið innan fjárlaganefndar í fyrramálið og þinglegri meðferð á næstu tveimur sólarhringum, ef áform standast,“ segir hann.

Hefði verið verra að fresta OP3 alveg fram á haust

„Miðflokkurinn gerði eins og menn vita kröfu um að orkupakkamálinu yrði ekki lokið í þessari lotu. Það var því niðurstaða að fallast á það til að greiða fyrir úrlausn þingstarfanna. Þó er mikilvægt mikilvægt að það liggur jafnframt fyrir að málið verður endanlega leitt til lykta á þessum stubbi í lok ágúst,“ segir Birgir.

Hann leggur áherslu á að málinu hafi ekki verið frestað fram á næsta þing, eins og var upphafleg krafa Miðflokks, heldur aðeins fram á stubbinn, framhaldsfund þingsins. Hitt hefði að sögn Birgis verið talsvert umfangsmeira, þ.e. að hefja málsmeðferðina upp á nýtt á næsta þingi.

„Þetta er einhver málamiðlun en auðvitað snúast hlutirnir fyrst og fremst um það þegar upp er staðið að þau mál sem ríkisstjórnarflokkar og meirihluti þingsins leggi áherslu á fái eðlilegar lyktir í samræmi við afstöðu meirihluta þingmanna,“ segir Birgir.

Gengist að hluta við kröfum Miðflokks

Helstu kröfur Miðflokksmanna voru um frestun orkupakkans og frestun gildistöku laga um innflutning á ófrosnu kjöti. Gengist var við hinni síðarnefndu, svo tveimur mánuðum nemur.

„Það liggur fyrir að hráa kjötið, þ.e. frumvarp um dýrasjúkdóma og fleira, því máli verður lokið á næstu dögum en gildistöku verður þó frestað frá 1. nóvember til 1. janúar 2020,“ segir Birgir.

„Öllum öðrum málum ríkisstjórnarinnar verður annars lokið núna á næstu dögum að undanskildum þjóðarsjóði sem stjórnarflokkarnir höfðu samið við hina stjórnarandstöðuflokkana í síðustu viku um að geyma,“ segir Birgir að lokum.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV að niðurstaðan um þinglok væri efnislega sú sama og hún hefði lagt fram fyrir nokkrum vikum. Þá lagði hún til vegna umræðna um þriðja orkupakkann að afgreiðslu málsins yrði frestað en eins og fram kemur hér að ofan verður málið afgreitt með þingstubbi um mánaðamótin ágúst/september.

„Ég tel mikilvægt að við ljúkum þessu þingi í samkomulagi,“ sagði Katrín. „Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að það eigi að endurskoða þingsköpin. Ég held að það sé löngu tímabært,“ bætti Katrín við.

Uppfært 19.54: 

Mbl.is hefur það samkvæmt öðrum áreiðanlegum heimildum að nánar tiltekið standi til að afgreiða endanlega þingsályktun um þriðja orkupakkann 2. september 2019.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vigfús áfram í varðhaldi

14:48 Landsréttur staðfesti í gær að Vigfús Ólafsson, karl­maður á sex­tugs­aldri sem Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í fimm ára fangelsi fyrir stórfellda brennu og manndráp af gáleysi, sæti áfram gæsluvarðhaldi þar til frestur til að áfrýja málinu rennur út. Meira »

Gunnar í varðhaldi til 11. september

14:30 Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa orðið hálf­bróður sín­um Gísla Þór Þór­ar­ins­syni að bana í Mehamn í Noregi í lok apríl, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september. Meira »

Sást síðast til hans á Íslandi

14:30 Pólskur maður, sem búsettur var í Sandgerði, hefur ekki sést síðan 28. febrúar. Hann fór af landi brott þann dag og því stendur leit að honum ekki yfir á Íslandi. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Meira »

Allt í rúst í Sundhöll Keflavíkur

14:25 Skemmdarvargar hafa verið að verki um hríð í gömlu Sundhöll Keflavíkur. Þar sem áður var sundlaug er nú ruslahaugur og veggjakrot er upp um alla veggi. Hurðirnar eru opnar og fólk á greiða leið inn. Meira »

Stofna nýjan umhverfisflokk

14:00 Elísabet og Hrafn Jökulsbörn eru að stofna nýjan flokk á næstu vikum. „Við verðum að fá fólk á þing sem þorir eitthvað,“ segir Elísabet. „Orustan um Ísland er rétt að byrja,“ segir Hrafn. Meira »

Bílar skullu saman nærri Blönduósi

13:53 Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir umferðarslys sem átti sér stað rétt utan við Blönduós klukkan rúmlega 11 í morgun. Sex til viðbótar voru um borð í tveimur bílum sem skullu saman við bæinn Húnsstaði. Meira »

Slasaður göngumaður við Hrafntinnusker

13:15 Björgunarmenn á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum voru kallaðir út í morgun vegna slasaðs göngumanns við Hrafntinnusker sem er fyrsti skálinn á Laugaveginum, gönguleiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Meira »

Úðað á lögreglu í hjólhýsi á Skagaströnd

13:10 Hvítt efni, amfetamín og kókaín, fannst í bifreið fólks sem handtekið var í hjólhýsi á Skagaströnd í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra vinnur nú að því að vigta efnin og ganga frá þeim. Piparúða af einhverju tagi var beitt gegn lögreglu við handtökuna. Meira »

Lét vanskil viðgangast mánuðum saman

13:01 Fjárhagslegir hagmunir ALC, eigandi Airbus breiðþotunnar sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldbrot flugfélagsins og Isavia kyrrsetti vegna skulda WOW, eru „mun miklu meiri“ en fjárhagslegir hagsmunir Isavia. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í morgun. Meira »

„Ég vil Birgittu ekkert illt“

12:14 „Ég stend við hvert orð sem ég sagði í þessari ræðu. En það var ekkert ætlun mín að þetta færi í fjölmiðla. Ég vissi auðvitað af því fyrirfram að það gæti gerst og var algerlega reiðubúinn undir það,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati um ummæli sín um Birgittu Jónsdóttur á félagsfundi í gær. Meira »

„Verulega ámælisverð“ niðurstaða

11:27 Isavia lýsir furðu sinni á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness frá því í dag í máli ALC gegn Isavia þar sem dómurinn úrskurðaði ALC í hag í máli vegna kyrrsetningar Airbus-farþegaþotu sem WOW air hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins. Isavia telur „verulega ámælisvert“ að beiðni um frestun réttaráhrifa sé hafnað. Meira »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Toyota Yaris 2005 sjálfskiptur kr290.000
Til sölu (for sale) skoðaður Toyota Yaris sjálfskiptur, árg. 2005, ekinn 150.000...