Reis upp og gekk á brott

Töluvert var af fólki í miðborginni að fagna 75 ára ...
Töluvert var af fólki í miðborginni að fagna 75 ára afmæli lýðveldisins enda afar gott veður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en samt höfðu um 80 mál komið til hennar kasta frá því klukkan 17 í gær þangað til 5 í morgun. Flest málanna voru minni háttar  Þar á meðal var tilkynnt um ofurölvi manneskju liggjandi í götunni í miðbænum síðdegis en þegar lögreglu bar að garði var hún upprisin og gengin á brott.

Stuttu síðar, eða skömmu fyrir klukkan 18, var tilkynnt um manneskju sofandi ölvunarsvefni á grasi í miðbænum. Lögregla vakti viðkomandi sem reyndist í þokkalegu standi og gekk sína leið.

Aftur á móti þurfti lögregla að aðstoða mann sem var ósjálfbjarga vegna ölvunar í Hafnarfirði í nótt við að komast til síns heima. 

Á sjöunda tímanum barst lögreglu ábending um manneskju við sjávarsíðuna sem væri í sjálfheldu vegna hækkandi sjávarborðs. Viðkomandi reyndist vera við veiðar og ekki í nokkrum vandræðum.     

Í gærkvöldi var tilkynnt til lögreglu um unglinga að fikta með eld við Austurbæjarskóla. Ekki sást til þeirra né nokkur merki um eld við skólann.   

Um kvöldmatarleytið barst ábending um slagsmál við strætóstoppistöðina í Mjódd en er lögreglu bar að skömmu síðar voru slagsmálahundarnir á brott og hvergi sjáanlegir.

Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan för ökumanns sem ók á 65 km hraða þar sem 30 km hámarkshraði er. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Átta ökumenn voru stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna á þjóðhátíðardaginn. 

Klukkan 17:08 var tilkynnt um umferðaróhapp og reyndist ökumaður annars ökutækisins vera undir áhrifum fíkniefna auk þess að vera sviptur ökuréttindum.

Klukkan 17:50 var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en hann er auk þess sviptur ökuréttindum og var með fíkniefni í fórum sínum.

Klukkan 22:15 var ökumaður stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án ökuréttinda.

Klukkan 22:53 var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Á miðnætti var ökumaður stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis sem og fíkniefna. Hann er einnig sviptur ökuréttindum og við nánari athugun reyndist bifreiðin einnig vera ótryggð.

Klukkan 00:50 var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Klukkan 01:21 var ökumaður stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan 01:38 stöðvaði lögregla bílstjóra sem var undir áhrifum fíkniefna og farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna og brot gegn vopnalögum.

mbl.is

Innlent »

Aðgerðir standa enn yfir á Fimmvörðuhálsi

23:05 Björgunaraðgerðir vegna manns sem situr fastur á syllu í Goðahrauni á Fimmvörðuhálsi standa enn yfir, en aðgerðirnar eru tæknilega erfiðar að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Meira »

„Þetta skal aldrei verða“

22:42 „Ég vil sem minnst gefa upp, en þetta skal aldrei verða,“ segir Hrafn Jökulsson umhverfissinni um fyrirhugaða Hvalárvirkjun. Framkvæmdir vegna virkjunarinnar hófust í dag á Ófeigsfjarðarvegi og segir Hrafn von á aðgerðum í vikunni. Meira »

Taka þurfti blóðsýni með valdi

22:30 Ökumaður var handtekinn í Kópavogi á fimmta tímanum í dag vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Hann var mjög ölvaður og reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum ævilangt. Meira »

Þokuský eins og jökulbreiða

21:45 Berja mátti augum nokkuð sérkennilegt skýjafar yfir austanverðum Skaga við Skagafjörð í dag og tók Einar Gíslason á Sauðárkróki myndir af því þar sem hann var staddur á Höfðaströnd hinum megin við fjörðinn. Meira »

Togarinn „hættulegur staður“

20:55 „Ætli þeir hafi ekki bara verið að for­vitn­ast eins og krakka er oft siður. Ef þú ert á svæði sem er óstöðugt og get­ur valdið skaða þá ertu alltaf í hættu,“ segir hafnarstjóri í Reykjaneshöfn um fjóra táninga sem voru um borð þegar togarinn Orlik byrjaði að sökkva í Njarðvíkurhöfn í nótt. Meira »

Aðgerðinni ítrekað frestað

20:20 Reynir Guðmundsson, sem liggur á hjarta- og lungnadeild Landspítalans, hefur sent opið bréf til stjórnmálamanna, þar á meðal heilbrigðisráðherra. Þar óskar hann eftir því að farið verði yfir stöðuna sem er uppi á gjörgæsludeild. Meira »

Ölvaður starfsmaður fékk bretti í höfuð

20:00 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um vinnuslys í Árbænum á öðrum tímanum í dag. Þar hafði vörubretti fallið á höfuð starfsmanns og blæddi mikið úr höfðinu. Meira »

Situr fastur á Fimmvörðuhálsi

19:45 Fimm hópar björgunarsveitarfólks eru nú á leið upp á Fimmvörðuháls til að aðstoða göngumann í sjálfheldu í Goðahrauni. Félagi mannsins tilkynnti um atvikið klukkan 18, en maðurinn hafði verið að klifra þegar hann rann niður á syllu og festi fótinn á milli steina. Meira »

Ekið á 16 ára dreng

19:38 Ekið var á sextán ára gamlan dreng sem var að hjóla yfir gangbraut í Garðabæ á tólfta tímanum í morgun. Drengnum varð ekki meint af en hjól hans skemmdist við áreksturinn. Meira »

ESB vill banna gúmmíkurl

19:25 Evrópusambandið er með til skoðunar að banna gúmmí á gerivgrasvöllum til íþróttaiðkunar frá og með árinu 2022. Heilu tonnin af örplasti af fótboltavöllum hverfa á ári hverju og enda í sjónum og jarðvegi. Meira »

Siðanefnd skilar áliti um Klaustursmál

18:25 Siðanefnd Alþingis hefur lokið áliti sínu um Klausturmálið og sent forsætisnefnd. Fá þeir sex þingmenn sem málið varðar frest út vikuna til að bregðast við álitinu og mun forsætisnefnd líklega ljúka málinu í næstu viku. Meira »

Eldur í bifreið í Reykjanesbæ

18:02 Eldur kom upp í mælaborði bifreiðar á Þjóðbraut í Reykjanesbæ skömmu fyrir klukkan 17 í dag og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað á staðinn. Meira »

Icelandair deili bótum með farþegum

17:50 Neytendasamtökin fara fram á að farþegar Icelandair, sem neyðst hafa til að fljúga með staðgengdarflugvélum félagsins, fái hlutdeild í væntanlegum bótum sem Boeing greiðir félaginu vegna kyrrsetningar á 737 MAX-vélunum. Meira »

„Nú þarf ekki lengur Stasi“

17:40 Brynjar Níelsson segir orðið hatursorðræða vera vinsælt á meðal þeirra sem „vilja losna við gagnrýni og andstæðar skoðanir“. Þetta segir Brynjar á Facebook-síðu sinni í dag, en þar kemur meðal annars fram að ekki þurfi lengur Stasi til að upplýsa um hatursglæpi, „netið og Bárur þessa lands sjá um það“. Meira »

Leiðinni breytt til að auka stemningu

17:15 Þeir sem hyggja á að hlaupa heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst mega búast við því að stemningin í hlaupinu verði meiri en undanfarin ár. Meira »

„Eitt stærsta vandamálið innan flokksins“

16:47 „Hinn svokallaði flati strúktúr verður að byggjast á einhvers konar strúktúr,“ segir Halldór Auðar Svansson, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata. Hann segir strúktúrleysið eitt helsta vandamálið innan flokksins. Meira »

Brynjar Elefsen tekinn við sölusviði BL

16:45 Brynjar Elefsen Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölusviðs BL ehf. við Sævarhöfða og tók hann við af Skúla Kristófer Skúlasyni sem lét af störfum í júní. Meira »

„Er mönnum alvara?“

15:19 Blaðamaður DV og höfundur langrar umfjöllunar um Gunnar Rúnar Sigurþórsson segir firringu fólgna í því að telja að þær upplýsingar sem fram hafi komið í umfjöllun hans eigi ekki erindi við almenning. Meira »

Hvaltönn fyrir lengra komna „lovera“

15:12 Skartgripasalar hafa lýst yfir áhuga á að smíða skartgripi úr tönnum og beinum grindhvalanna sem strönduðu í Löngufjörum á Snæfellsnesi. Meira »
Námskeið í Reiki Heilun.
Lærðu Reiki fyrir sjálfan þig, Reiki iðkun stuðlar að andlegri og líkamlegri vel...
SUMARHÚS - GESTAHÚS - BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...