Sólin sendir orku en getur verið skaðleg

Setið í sólinni á fallegum sumardegi á Austurvelli.
Setið í sólinni á fallegum sumardegi á Austurvelli.

Sólin er það fyrirbæri sem gerir okkur mögulegt að lifa hér á jörðinni. Hún yljar okkur, sendir okkur orku, birtu og þegar hún skín á húðina framleiðir húðin D-vítamín sem er okkur nauðsynlegt. En sólin getur líka brennt.

Húð hefur náttúrulega vörn gegn geislum sólarinnar sem hún byggir upp smám saman þegar við erum úti í sólinni. Húðin dökknar og það veldur því að við þolum sólina lengur. Húð fólks er mismunandi með tilliti til þess hversu hætt því er við sólbruna. Gjarnan er tala um fjórar húðgerðir:

• Ljós/hvít húð - það er norrænt fólk, sem er með ljóst og rautt hár, sem hættir til að brenna. Hér er um að ræða norrænt fólk sem er með ljóst eða rautt hár.

• Ljósbrún húð; hér á í hlut fólk sem verður brúnt án þess að brenna í hóflegri sól. Þetta er dökkhært fólk sem upplifir sig ekki viðkvæmt fyrir sólinni.

• Brúngul húð: fólk sem þolir sól vel og er frá Asíu og Mið- og Suður-Ameríku.

• Dökkbrún húð: fólk frá Afríku og Suður-Asíu sem þolir sól mjög vel og brennur sjaldan.

Framangreint á við um fullorðna. Húð barna er viðkvæmari fyrir sól og ungbörn með ljósa eða ljósbrúna húð ættu aldrei að vera óvarin úti í sól.

Sjá umfjöllun um mál þetta í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »