Þurfa að leigja 300 tonna krana

Tunnan sem sett er framan við innri garðinn er 11 …
Tunnan sem sett er framan við innri garðinn er 11 metrar að þvermáli. Tunnurnar sem settar verða við báða ytri garðana eru tvöfalt stærri

Gert er ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir við Landeyjahöfn í sumar verði um tæpur milljarður, að frátöldum kostnaði við reglubundna dýpkun.

Er meðal annars unnið að því að leggja veg út eystri hafnargarðinn, sem á að skapa aðgengi fyrir krana sem flytur dælubúnað, auk þess sem vegurinn mun nýtast sem björgunarvegur ef slys verður. Jóhann Þór Sigurðsson, tæknifræðingur hjá Vegagerðinni, segir að framkvæmdirnar gangi þokkalega vel, en stefnt er að því að þeim ljúki um miðjan september.

Þá hefur Vegagerðin þegar fest kaup á nýjum dælubúnaði, en áætlað er að það þurfi að leigja 300 tonna krana til þess að flytja hann um höfnina, en það yrði þá einn stærsti krani sem hér hefur verið starfræktur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert