Vel gengur að selja íbúðir

Andri Leó Egilsson stendur við íbúð sem hann hefur lokið …
Andri Leó Egilsson stendur við íbúð sem hann hefur lokið við. mbl.is/Helgi

Fjöldi íbúða er í byggingu í nýju íbúðahverfi á Hellu, Ölduhverfi. Andri Leó Egilsson, verktaki hjá Naglafari ehf., segir að vel hafi gengið að selja. Þótt nú sé heldur þyngra yfir sölu sé ekki ástæða til að kvarta.

Töluverð uppbygging hefur verið í íbúðabyggingu á Hellu og raunar einnig í sveitunum á síðustu árum. Andri hefur lokið byggingu fjögurra íbúða í raðhúsi í nýju hverfi, Ölduhverfi á Hellu, og er nú að byggja annað eins hús. Jötunn byggingar á Selfossi eru að byggja fimm íbúða raðhús við hliðina og Stracta hótel átta íbúðir í hverfinu auk þess sem tveir einstaklingar eru að byggja sér íbúðarhús þar.

Alls eru 24 íbúðir nú í byggingu á Hellu og verða tilbúnar í sumar, samkvæmt upplýsingum sveitarfélagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert