13 hross drepist og fleiri gætu bæst við

Alls hafa greinst 44 hross með nýjan taugasjúkdóm á hrossaræktarbúi ...
Alls hafa greinst 44 hross með nýjan taugasjúkdóm á hrossaræktarbúi á Norðurlandi vestra. mbl.is/Árni Sæberg

Alls hafa 44 hross, á aldrinum eins til 8 vetra, sýnt einkenni taugasjúkdóms sem greindur var í fyrsta skipti hérlendis í síðasta mánuði. Þar af hafa 12 hross verið felld og eitt fundist dautt. Sjúkdómurinn kom upp á hrossaræktarbúi á Norðurlandi vestra í hrossum sem öll höfðu verið á útigangi og fengið rúlluhey af sama slætti af sama túni.

Krufning og meinafræðilegar rannsóknir á Tilraunastöðinni á Keldum staðfesti klíníska greiningu sjúkdómsins. Þetta er í fyrsta skipti sem áunninn fjöltaugakvilli (aquired polyneuropaty), greinist hér á landi en hann er vel þekktur í Skandinavíu.

„Sjúkdómurinn er ekki smitandi og engin hætta á að hann berist frá bænum eða í hross sem koma á bæinn nú eftir að hætt er að gefa umrætt hey. Það er engin sérstök hætta tengd bæn-um og venjulega kemur þetta ekki upp tvisvar á sama bæ,“ segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST. Eins og staðan er núna hefur reynst nauðsynlegt að fella 30% hrossanna vegna alvarlegra veikinda en hin 70% virðast á hægum batavegi. Ekki er þó útilokað að fella þurfi fleiri hross en það eigi eftir að koma í ljós. Þessi útkoma er á pari við það sem þekkist í Skandinavíu þegar sjúkdómurinn kemur upp í stórri hjörð.

Sigríður Björnsdóttir, dýra­lækn­ir hrossa­sjúk­dóma hjá MAST.
Sigríður Björnsdóttir, dýra­lækn­ir hrossa­sjúk­dóma hjá MAST. mbl/Arnþór Birkisson

Það sem tengir öll tilfellin saman er rúlluhey sem hrossunum var gefið á útigangi fyrr í vetur og fram á vor. Strax og bera fór á veikindum var hætt að fóðra hrossin á því. „Þetta er gott hey samkvæmt öllum venjulegum mælikvörðum en ber samt sem áður með sér eitthvað sem út-leysir sjúkdóminn. Það er ekki vitað hvað það er þrátt fyrir miklar rannsóknir. Leitað hefur verið að orsakavaldi án þess að hann hafi fundist,“ segir Sigríður. Hún tekur fram að áfram verði reynt að finna út úr því í samvinnu við kollega í Noregi og Svíþjóð.

„Því miður hef ég engin ráð til að varast það“

Í því samhengi nefnir hún að norskur kollegi hennar mætti á hrossaræktarbúið til að skoða hrossin frekar sem og aðstæðurnar. Í þeirri úttekt kom þó ekkert fram sem gat skýrt ástæður þess að sjúkdómurinn kom upp núna á þessum bæ eða á Íslandi yfir höfuð. Kannski er hitt merkilegra að hann hafi ekki greinst hér áður í ljósi þess að hér hafa svo gott sem öll hross verið fóðruð á rúlluheyi undanfarna þrjá áratugi. Heimsóknin var afar gagnleg, bæði að fá samanburðinn við sjúkdómsmyndina eins og hún hefur birst í Noregi og nánari innsýn í stöðu þekkingar, segir Sigríður.

Flest hross eru nú komin á beit í sumarhaga og telur Sigríður ekki líklegt að sambærileg tilvik eigi eftir að koma upp á beitartímanum.

„Framtíðin verður að leiða í ljós hvort þetta stingur sér niður á fleiri bæjum næsta vetur. Því miður hef ég engin ráð til að varast það. Við hvetjum bara fólk að vera vakandi fyrir einkennum taugasjúkdómsins sem lýsa sér m.a. með því að hrossin missa mátt í afturfótum og detta niður á kjúkurnar,“ segir Sigríður.

Hross eru komin á sumarhagann.
Hross eru komin á sumarhagann. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Innlent »

Sjálfstæðismenn safni undirskriftum

13:35 „Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.“ Meira »

Erfitt að réttlæta fatakaup

13:22 Þau Vigdís Freyja Gísladóttir og Egill Gauti Sigurjónsson kaupa nær eingöngu notuð föt. Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kaupi bara notað. Meira »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Hvaða efni er í Hornstrandabókunum?
Dæmi: Viðtal Stefáns Jónssonar við Alexander Einarsson frá Dynjanda Viðamikið ...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. Fullbókað er fram yfir verslunarm...