Bítast á um tillögur fjárlaganefndar

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi.
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að dökk tíðindi séu í breytingartillögum meirihluta nefndarinnar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segir að gagnrýni og vinna minnihlutans og Öryrkjabandalagsins hafi aftur á móti skilað heilmiklum árangri og haft áhrif á breytingartillögurnar. 

„Í stað þess að skera niður frá því sem hafði verið tilkynnt í mars sl. um 43 milljarða kr. á næstu 5 árum („án útgjalda utan ramma“) verður niðurskurðurinn 28 milljarðar kr. samanlagt næstu 5 árin,“ segir í færslu Ágústs Ólafs. Mismunurinn sé fimmtán milljörðum minni niðurskurður sem öryrkjar, sjúkahús, framhaldsskólar, löggæsla, húsnæðisstuðningur ungs fólks og fleiri stoðir velferðarkerfisins njóti góðs af á erfiðum tímum.

Slæm tíðindi, þrátt fyrir minni lækkun

Ágúst Ólafur telur þó að dökk tíðindi séu í breytingartillögum VG, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þannig rekur hann að 4,5 milljarða króna lækkun sé á framlögum til öryrkja næstu fimm ár. Umhverfismál fái eins milljarðs króna lækkun og það séu skrýtin skilaboð á tímum hamfarahlýnunar.

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar. mbl.is/​Hari

Þá segir hann að framhaldsskólar fái 1,2 milljarða króna niðurskurð og heildarfjárhæð til þeirra standi í stað næstu fimm ár. Framlög til sjúkrahúsa lækki um tvo milljarða og framlög til heilsugæslu og sérfræðiaðstoðar lækki um 1,5 milljarða króna.

Þá nefnir Ágúst Ólafur að meirihluti fjárlaganefndar vilji auka niðurskurð í flokki nýsköpunar og rannsókna, frá því sem breytingartillögur ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir og verði lækkun 3,2 milljarðar á næstu fimm árum.

„Þetta er enginn niðurskurður“

Í frétt á vef fjármálaráðuneytisins segir að megininntak tillagna til breytinga á fjármálaáætlun sem ríkisstjórnin lagði til við fjárlaganefnd væri að dregið væri úr áformuðum afgangi á heildarafkomu hins opinbera í samræmi við breyttar efnahagshorfur. Samhliða væri lögð áhersla á að draga úr vexti útgjalda og tryggja að afkoma hins opinbera verði hallalaus á komandi árum. 

„Það er auðvitað enginn niðurskurður fyrir það fyrsta,“ segir Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar, inntur eftir viðbrögðum við orðum Ágústs Ólafs. „Útgjöld eru að aukast til allra málaflokka. Við erum með áætlun um að útgjöld aukist svo og svo mikið. Í ljósi efnahagsaðstæðna er dregið svolítið úr útgjaldavextinum og hægt á skuldalækkunarferlinu. Afkoman er tekin niður, en öllu er haldið óbreyttu inn á 2020,“ segir hann. „Svo má ekki gleyma því að fjármálaáætlun er endurskoðuð á hverju ári,“ segir Willum Þór.

Leggi fjármuni í forvirkar aðgerðir

Willum Þór nefnir að tilfærslukerfin stóru séu heilbrigðis- og velferðarmálin. Aldraðir og öryrkjar séu viðkvæmir hópar, en bendir á að aðeins sé hægt á útgjaldavexti um eitt prósent. „Við erum að fjárfesta í alls konar forvirkum aðgerðum fyrir þá sem þær geta nýtt sér, t.d. unga karlmenn sem einhverrra hluta vegna detta út af vinnumarkaði og konur með stoðkerfisvandamál,“ segir hann og nefnir að einnig séu lagðir fjármunir í VIRK, starfsendurhæfingarúrræði. 

„Þetta verður að skila ef við ætlum að vera sjálfbær í framtíðinni. Við horfum til þess að þetta geti skilað 1% hægingu á útgjaldavexti og það er ekki niðurskurður,“ segir Willum Þór.

Hann nefnir að í samhengi við fjármálastefnu hafi verið horft til þess í nefndinni að halda jákvæðri afkomu á síðari hluta gildistímabils fjármálaætlunar. „Það birtist í því að það þyrfti að horfa til þess að endurmat og forvirkar aðgerðir myndu skila árangri í að draga úr kerfisbundnum útgjaldavexti. Það er auðvitað viðvarandi verkefni, en síðan endurskoðum við áætlun á hverju ári,“ segir Willum Þór

Útgjöld aukist ekki út í hið óendanlega

Willum Þór telur Ágúst Ólaf fara með rangt mál í færslu sinni. Hann segir að þar sé t.d. ekki tekið með í reikninginn að framhaldsskóli hafi verið styttur um eitt ár. „Það er búið að stytta framhaldsskólann um einn fjórða og nánast sama fjármagn fer í þann málaflokk. Þetta er innan við eitt prósent, hann tekur þetta allt úr samhengi við veruleikann,“ segir Willum Þór. Þá nefnir hann að útgjöld til umhverfismála séu aukin.

„Það er verið að auka útgjöld til umhverfismála. Það blasir við allan gildistíma áætlunarinnar og það er búið að auka verulega í það síðan árið 2018. Framlög til umhverfismála aukast um 24% frá árinu 2018 til 2024. Það hægir aðeins á vextinum á seinni hluta áætlunarinnar, það er rétt, en það er verið að auka útgjöldin. Það er rangnefni að kalla þetta niðurskurð. Þetta er rakalaus og alvarlegur málflutningur,“ segir hann.

„Þegar við horfum til fjármála ríkisins í heild og það er kveðið á um það í lögum að ríkisfjármál eigi að vera sjálfbær, þá er það ekki sjálfstætt markmið að útgjöld aukist út í hið óendanlega,“ segir Willum Þór.mbl.is

Innlent »

Sjálfstæðismenn safni undirskriftum

13:35 „Deilur meðal sjálfstæðismanna um orkupakka 3 hafa verið harðar og fara harðnandi. Það er kominn tími á að láta lýðræðið ráða för.“ Meira »

Erfitt að réttlæta fatakaup

13:22 Þau Vigdís Freyja Gísladóttir og Egill Gauti Sigurjónsson kaupa nær eingöngu notuð föt. Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kaupi bara notað. Meira »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...