Búist við farþegaleyfi fyrir vikulok

Herjólfur kemur til Vestmannaeyja.
Herjólfur kemur til Vestmannaeyja.

Búist er við að prófunum á nýrri ferju Eyjamanna, Herjólfi VI, verði lokið í lok vikunnar og ferjan geti þá fengið skráð farþegaleyfi.

Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., í Morgunblaðinu í dag. Þá segir hann að búið sé að sækja um farþegaleyfi fyrir ferjuna, og nú standi yfir ýmsar prófanir á skipinu, líkt og venja er til þegar nýjar farþegaferjur eru settar á sjó. „Ég geri ráð fyrir því að þetta verði komið fyrir vikulokin. Bæði haffærisskírteini og farþegaleyfi,“ segir Guðbjartur.

Nýr Herjólfur lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum síðastliðið föstudagskvöld eftir ferðalag frá Póllandi og eru prófanir á ferjunni strax hafnar, sem vita að stærstu leyti að tveimur hlutum, að sögn Guðbjarts. „Þetta er tvennt. Það eru annars vegar sæti fyrir farþega og hins vegar öryggisáætlun. Þ.e. hversu langan tíma það tekur að rýma skipið af þessum farþegum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »