Dagurinn mikilvægur fyrir lýðræðið

Forseti borgarstjórnar, Pawel Bartoszek, hélt stutta tölu og lagði blómsveig ...
Forseti borgarstjórnar, Pawel Bartoszek, hélt stutta tölu og lagði blómsveig á leiði Bríetar í minningu hennar og réttindabaráttu kvenna. mbl.is/​Hari

104 ár eru í dag liðin frá því að íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis og öðluðust þar með sjálfstæði frá eiginmönnum sínum til pólitískrar þátttöku. Er víða haldið upp á réttindabaráttu kvenna í dag og þeim árangri sem náðst hefur fagnað.

Í tilefni dagsins var Bríetar Bjarnhéðinsdóttur minnst í Hólavallakirkjugarði klukkan 11. þegar blómsveigur var lagður að leiði hennar, en Bríet átti ríkan þátt í að koma á réttarbótum konum til handa og stofnaði hún meðal annars Kvenréttindafélag Íslands og var fyrsti formaður félagsins frá stofnun til ársins 1928.

Salóme Katrín Magnúsdóttir flutti tvö lög við athöfnina.
Salóme Katrín Magnúsdóttir flutti tvö lög við athöfnina. mbl.is/​Hari

Klukkan 11:30 fór síðan fram úthlutun úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir árið 2019 í Björtuloftum í Hörpu og ávarpaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra meðal annars fundinn.

Klukkan 17. síðdegis í dag býður Kvenréttindafélag Íslands til hátíðarfundar á Hallveigarstöðum í tilefni dagsins og femíníska gleðistund í kjölfarið á Skúla Craft Bar.

„Við höfum núna í áratugi verið á Hallveigarstöðum og þar verður haldin hátíðarstund klukkan 17. Gestur fundarins í ár er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem er nýskipaður skrifstofustjóri jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu og fyrrverandi borgarstjóri og Alþingiskona.“

Margt var um manninn þegar Reykjavíkurborg lagði blómsveiginn að leiði ...
Margt var um manninn þegar Reykjavíkurborg lagði blómsveiginn að leiði Bríetar við hátíðlega athöfn. mbl.is/​Hari

„Síðan klukkan sex er Kvenréttindafélagið ásamt Ladybrewery, sem er eina íslenska bruggfyrirtækið í eigu kvenna og stofnað af konum, saman með happy hour á Skúlabar frá klukkan 18. og fram eftir kvöldi,“ segir Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir, framkvæmdarstýra Kvenréttindafélagsins og bætir við að skálað verði fyrir áföngum fortíðarinnar og sigrar framtíðarinnar skipulagðir.

„Við minnumst 19. júní á hverju ári því að þetta er mjög mikilvægur dagur í sögu íslensks lýðræðis og íslenskra kvenna. Þetta er dagurinn sem konur urðu í raun þátttakendur í íslensku samfélagi og urðu fullgildir borgarar.

Pawel Bartoszek, nýr forseti borgarstjórnar, flutti stutt ávarp áður en ...
Pawel Bartoszek, nýr forseti borgarstjórnar, flutti stutt ávarp áður en hann lagði sveiginn að leiði Bríetar. mbl.is/​Hari

„Við viljum alltaf nýta tækifærið og minnast þeirra baráttukvenna sem hafa barist fyrir þeim áföngum sem hafa náðst. Við værum ekki komin á þann stað sem við erum á í dag ef það hefði ekki verið fyrir þessar konur sem hafa nú í rúmlega hundrað ár barist fyrir kvenréttindum,“ segir Brynhildur.

mbl.is

Innlent »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »
Mynd eftir Ásgrím Jónsson
Til sölu olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, Húsafell, Uppl. í s. 772-2990 eða á ...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Ertu að spá í framtíðinni? spamidill.is
Einkatímar í spámiðlun og Reiki heilun. í persónu eða gegnum svarbox spamidill.i...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...