Fyrrverandi ráðherrar á meðal umsækjenda

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mbl.is/Kristinn Magnússon

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Kolbrún K Halldórsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, eru á meðal umsækjenda um starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Alls sóttu 45 um en 7 drógu umsókn sína til baka. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (EFA) verða veitt í Hörpu í desember 2020. Verkefnið er viðamikið samstarfsverkefni ríkis og borgar og er hátíðin haldin í nánu samstarfi og samráði við Evrópsku kvikmyndaakademíuna.  

Búast má við að hátíðin laði til sín fjölmarga erlenda gesti víða að úr kvikmyndaheiminum en til stendur að vera með fjölmarga hliðarviðburði sem tengjast kvikmyndum og kvikmyndagerð.

Umsækjendurnir eru:

Aðalheiður Dögg Finnsd. Helland

Framkvæmdastjóri

Anna Katrín Guðmundsdóttir

Verkefna- og viðburðastjóri

Arnbjörn Ólafsson

Forstöðumaður

Ása Fanney Gestsdóttir

Menningarstjórnandi

Ásmundur Jónsson

Framkvæmdastjóri og útgefandi

Ásta Sól Kristjánsdóttir

Framkvæmdastjóri

Berglind Rún Torfadóttir

Virkniþjálfi

Birna Hafstein

Formaður Félags íslenskra leikara

Bryndís Pjetursdóttir

Verkefnastjóri

Carolina Salas Munoz

Framleiðandi og verkefnisstjóri

Desirée Dísa Ferhunde Anderiman

Verkefnastjóri

Elva Guðrún Gunnarsdóttir

Efnahags- og viðskiptafulltrúi

Erna Ýr Guðjónsdóttir

Ljósmyndari

Greipur Gíslason

Ráðgjafi

Grímur Atlason

Verkefnastjóri

Guðný Káradóttir

Ráðgjafi

Guðrún Helga Jónasdóttir

Dagskrárstjóri heimildamynda/Verkefnastjóri

Halldór Gunnlaugsson

Viðskiptafræðingur

Heiðrún Þráinsdóttir

Svæðisstjóri

Hjörtur Grétarsson

Framkvæmdastjóri

Inga Björk Sólnes

Kvikmyndagerðarkona

Ingi Thor Jónsson

Viðburðastjóri

Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson

Sviðlistamaður og listrænn framleiðandi

Jónína Sigríður Pálsdóttir

Verkefnastjóri

Kolbrún K Halldórsdóttir

Leikstjóri

Linda Björk Sumarliðadóttir

Verkefnastjóri

Lovísa Óladóttir

Framkvæmdastjóri

Marta Monika Kolbuszewska

Rekstrarstjóri

Ottó Davíð Tynes

Heimspekingur

Óðinn Albertsson

Verkefnisstjóri MPM, IPMA-C

Ragnheiður Elín Árnadóttir

Fv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Rúrí Sigríðardóttir Kommata

Þjónustufulltrúi og aðstoðarsýningastjóri

Sandra Stojkovic Hinic

Verkefnastjóri

Sigríður Agnes Jónasdóttir

Deildarstjóri viðburða

Sigríður Inga Þorkelsdóttir

Markaðsfulltrúi

Sigrún Gréta Heimisdóttir

Innanhúsarkitekt

Sigurður Kaiser Guðmundsson

Framkvæmdastjóri og sviðshönnuður

Svanhildur Sif Halldórsdóttir

Yfirritstjóri

mbl.is

Innlent »

Erfitt að réttlæta fatakaup

13:22 Þau Vigdís Freyja Gísladóttir og Egill Gauti Sigurjónsson kaupa nær eingöngu notuð föt. Þau segja umhverfisverndunar- og siðferðissjónarmið stýra því að þau kaupi bara notað. Meira »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl á lager opnar og lokaðar , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stær...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...