Hlýnar um helgina

Veðrið á laugardaginn.
Veðrið á laugardaginn. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðrinu í dag og á morgun svipar til þess sem hefur verði síðustu daga, þó eilítið hægari vindur. Norðlæg átt, dálítil rigning eða súld á Norður- og Austurlandi, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Stöku skúrir syðst. Hiti frá 4 stigum norðaustan til upp í 14 stig á Suðurlandi. Helgarútlitið er svipað og hefur verið spáð. Hæglætisveður, þurrt á mest öllu landinu og hlýnar, einkum fyrir norðan og austan.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðlæg átt 3-10 m/s. Dálítil rigning eða súld á Norður- og Austurlandi, en annars skýjað með köflum og skúrir syðst á landinu. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Svipað veður á morgun en heldur hægari vindur.

Á fimmtudag:

Norðan 3-8 m/s. Dálítil væta á N- og A-landi, stöku síðdegisskúrir SA-til, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. 

Á föstudag (sumarsólstöður):
Norðvestlæg átt, 3-8 m/s. Bjart með köflum um vestanvert landið, rigning austan til  en annars skýjað og þurrt að mestu. Hiti breytist lítið. 

Á laugardag, sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Vestlæg eða suðvestlæg átt, 3-8. Skýjað með köflum og hiti 10 til 18 stig á öllu landinu.

mbl.is