Litla Grá og Litla Hvít komnar heim

Fjöldi fólks fylgdist með komu mjaldranna til Vestmannaeyja í kvöld.
Fjöldi fólks fylgdist með komu mjaldranna til Vestmannaeyja í kvöld. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Vestmannaeyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar, verk­efna­stjóra hjá sér­verk­efna­deild TVG-Zimzen, sem sá um flutninginn hér heima. 

Herjólfur kom til hafnar í Vestmannaeyjum á ellefta tímanum í ...
Herjólfur kom til hafnar í Vestmannaeyjum á ellefta tímanum í kvöld með mjaldrana tvo um borð. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson

Ferðalagið hófst klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma þegar vöruflutningaþota Cargolux, Boeing 747-400 ERF, lagði af stað frá Sjanghæ í Kína með mjaldrana um borð. Flugið tók tæpar ellefu klukkustundir og lenti vélin í Keflavík rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þar tók við tollafgreiðsla auk þess sem fulltrúar MAST skoðuðu mjaldrana og gáfu út formlegt leyfi fyrir flutningnum. Einnig var skipt um vatn að hluta í búrum systranna áður en lagt var af stað eftir Suðurstrandarveginum um klukkan sex síðdegis.

Litla-Hvít og Litla-Grá lentu í Keflavík um klukkan tvö í ...
Litla-Hvít og Litla-Grá lentu í Keflavík um klukkan tvö í dag eftir ellefu klukkustunda flug frá Sjanghæ. Við tók fjögurra tíma akstur til Landeyjahafnar þaðan sem Herjólfur sigldi með systurnar síðasta spölinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fengu lögreglufylgd síðasta spölinn

Til stóð að stoppa í Grindavík og á Selfossi en þar sem ferð flutningabílanna fór vel af stað var hætt við að stoppa í Grindavík og reynt að freista þess að ná Herjólfi sem átti að fara kortér fyrir níu. Vegna öryggisástæðna var stutt stopp tekið á Selfossi þar sem Helgi Haraldsson forseti bæjarstjórnar Árborgar tók á móti hersingunni. Frá Selfossi fengu mjaldrarnir lögreglufylgd að Landeyjahöfn.

Þar beið Herjólfur og óku flutningabílarnir inn í skipið, samtals tæplega tuttugu tonn. Áhöfn og farþegar biðu þolinmóðir eftir mjöldrunum og lagði Herjólfur af stað um klukkutíma á eftir áætlun. Laust fyrir klukkan ellefu kom Herjólfur til hafnar í Vestmannaeyjum.

Tankarnir voru losaðir af flutningavögnunum við komuna til Vestmannaeyja í ...
Tankarnir voru losaðir af flutningavögnunum við komuna til Vestmannaeyja í kvöld. Ljósmynd/Aðsend

Tvö ár frá því að leyfi var veitt

Talsverður fjöldi var samankominn á höfninni í Vestmannaeyjum til að fylgjast með komu mjaldranna en í raun var lítið að sjá þar sem systurnar eru öruggar í tönkunum sínum. „Atburðurinn sést en engin dýr,“ segir einn Eyjamaður í samtali við mbl.is. 

Nú er unnið að því að koma Litlu-Hvít og Litlu-Grá í tanka þar sem þær munu dvelja í nokkrar vikur til aðlögunar áður en þær synda frjálsar í sérsmíðaðri sjókví í Klettsvík. Gera má ráð fyrir að það taki að minnsta kosti tvo klukkutíma að koma mjöldrunum úr tönkunum í laugina. 

Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá koma alla leið frá sædýragarðinum Changfeng ...
Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá koma alla leið frá sædýragarðinum Changfeng Ocean World í Sjanghæ í Kína. Þær eru 12 ára og eiga vonandi langt og farsælt líf fram undan í Vestmannaeyjum en mjaldrar geta náð 40-50 ára aldri. Ljósmynd/Aðsend

Það voru góðgerðarsamtökin Sea Life Trust sem standa að flutningnum í samstarfi við dýraverndunarsamtökin Whale and Dolphin Conservation og afþreyingarfyrirtækið Merlin Entertainment. Sjókvíin í Klettsvík er fyrsta opna griðasvæðið í heiminum sem ætlað er hvölum.

Leyfi fyrir komu hvalanna var veitt af sjávarútvegsráðuneytinu og MAST í júní 2017. Ferðalagið hófst því formlega fyrir tveimur árum og í kvöld hefst nýr kafli í lífi Litlu-Hvítrar og Litlu-Grárrar. Systurnar eru 12 ára og vera þeirra í Eyjum gæti orðið löng þar sem mjaldrar geta náð 40-50 ára aldri.

Spennan magnaðist eftir því sem mjaldrarnir nálguðust.
Spennan magnaðist eftir því sem mjaldrarnir nálguðust. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Flutningabílarnir vega hvor um sig um 9 tonn með mjaldrinum ...
Flutningabílarnir vega hvor um sig um 9 tonn með mjaldrinum og vatninu í tankinum. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Heimamenn fylgdust með komu mjaldranna í kvöld.
Heimamenn fylgdust með komu mjaldranna í kvöld. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Fjöldi fólks fylgidist með mjöldrunum sem komu til Vestmannaeyja í ...
Fjöldi fólks fylgidist með mjöldrunum sem komu til Vestmannaeyja í kvöld eftir langt og strangt ferðalag alla leið frá Sjanghæ. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Tankarnir voru fluttir í laug þar sem mjaldrarnir verða í ...
Tankarnir voru fluttir í laug þar sem mjaldrarnir verða í aðlögun næstu vikurnar. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
Flutningurinn tók töluverðan tíma.
Flutningurinn tók töluverðan tíma. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is

Innlent »

Ruddust inn í íbúð í miðborginni

12:50 Tilkynning barst til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun um tvo einstaklinga sem ruðst hefðu inn í íbúð í miðborg Reykjavíkur og veist að húsráðanda. Meira »

Leikhúsið svar við vondum þáttum

12:35 „Ég held að hin ótrúlega mikla aðsókn að Þjóðleikhúsinu sýni að við erum að svara einhverri þörf hjá almenningi,“ segir Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri í samtali við Sunnudagsblaðið þar sem hann ræðir stöðu leikhússins og svarar gagnrýni sem að honum hefur verið beint. Meira »

Lofar ekki kraftaverkum

12:15 Rahul Bharti er fæddur inn í fátæka indverska fjölskyldu en var ættleiddur af ungu og ríku svissnesku pari aðeins tveggja ára gamall. Hann bjó alla sína æsku meðal frumbyggja og ættbálka víða um heim sem kenndu honum fornar lækningalistir. Meira »

Tókst að bjarga bláuggatúnfiskinum

11:45 Mun strangari reglur og öflugt eftirlit varð til þess að undanfarinn áratug fór bláuggatúnfiskur í Atlantshafi að ná sér aftur á strik. Meira »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. Fullbókað er fram yfir verslunarm...
Hyundai Tuscon 2007 til sölu
Vel með farinn, bensín, beinsk.. ek. 211 þús. km. Einn eigandi, búið að skipta ...