Lundavarp fyrr á ferðinni í ár

Almennt hefur aukning verið á ábúð lunda á landinu þó með einhverjum undantekningum. Þetta segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, sem hefur séð um hið árlega lundarall, sem nú stendur yfir, frá 2010.

Erpur segir athyglisvert hversu snemma lundinn hafi verpt víða norðanlands og telur tilfærslu hafa orðið á varptíma. Til dæmis nefnir hann varp í Grímsey í Steingrímsfirði þar sem lundarnir hafi byrjað að verpa upp úr 20. apríl sem telst óvenju snemmt en það er mánuði fyrr en vanalega.

Erpur segist vera spenntastur fyrir Breiðafirði og Vestmannaeyjum, en hópur heldur til Eyja á morgun til að kanna ábúðina þar. Í umfjöllun um afkomu lundans í Morgunblaðinu í dag segist hann þó hafa nokkrar áhyggjur af varpinu í Vestmannaeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »