Mjaldrarnir eru lentir í Keflavík

Flugvélin er lent með mjaldrana.
Flugvélin er lent með mjaldrana. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugvél með mjaldrana tvo innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 13:41 í dag. Flugvélin flaug yfir Vestmannaeyjar áður en hún lenti í Keflavík. Nú er unnið að því að skipta um vatn í búrunum þeirra áður en þeir verða fluttir með vöruflutningabílunum til Landeyjahafnar í dag.

Fulltrúar MAST eru nú að skoða mjaldrana og gefa út formlegt leyfi til flutningsins.

Nokkur mannfjöldi var mættur til að fylgjast með komu mjaldranna tveggja Litlu-Hvít og Litlu-Grá til landsins.

Þrátt fyrir að ferðalagið muni reynast þeim strembið eru aðstand­end­ur verk­efn­is­ins bjart­sýn­ir um að mjaldr­arn­ir kom­ist til Vest­manna­eyja heil­ir á húfi. 

Fólk fylgdist með komu mjaldranna tveggja til landsins á Keflavíkurflugvelli.
Fólk fylgdist með komu mjaldranna tveggja til landsins á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Flug með mjaldrana Litlu-Hvít og Litlu-Grá til landsins.
Flug með mjaldrana Litlu-Hvít og Litlu-Grá til landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Flutningabíllinn sem flytur mjaldrana tvo.
Flutningabíllinn sem flytur mjaldrana tvo. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is